þriðjudagur, júlí 12, 2005

Tónleikar: Antony & The Johnsons, Nasa, 11. Júlí 2005



Skemmtilegir tónleikar, Tony er með ótrúlega rödd og sniðugur á sviðinu. Ég hálfpartinn bjóst við meiri sýningu og dramatík en þetta var mjög rólegt og flott. Tony sat bara við flygilinn sinn allan tímann og spilaði og söng eins og engill. Hann kvartaði svoldið í upphafi yfir hversu falskur flygilinn varð vegna þess hve heitt var inn á staðnum en komst svo hægt og rólega á flug. Það var keyrt í gegnum fínt prógram, róleg lög og persónuleg. Ég var svoldið svekktur yfir því að hann tók ekki lagið Fistful of Love, sem Lou Reed tekur með honum á plötunni. Það er mesta stuðlagið sem ég hef heyrt frá honum og þar sem tónleikarnir voru allir á rólegu nótunum þá hefði það passað vel inn til að rífa aðeins upp stemminguna. Tony endaði svo með því að taka Velvet Underground lagið Candy Says í brilliant útgáfu.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Voðalega fannstu smjart mynd af honum, ekki hafði hann fyrir því að punta sig svona fyrir okkur ...hann var bara klepraður og sveittur eins og unglingur á útihátíð.

13:46  

Skrifa ummæli

<< Home