laugardagur, mars 17, 2007

500 mílur

(I'm gonna be) 500 Miles með The Proclaimers er án efa eitt besta popplag sem nokkurn tíma hefur verið samið.

Dara dadda, dara dadda, dara dadddaradaaddara da
.

Þetta viðlag bara límist inn í hausinn á manni. Það lífgar upp á hvert partý, á vellinum, í útilegum, hvar sem er er það ávísun á að stuð og gleði er í vændum.

Nú er komin ný útgáfa af þessu lagi. Í tilefni af Red Nose Day í Bretlandi, grínsistar að safna fé fyrir börn í Afríku, hefur nú verið gerð ný útgáfa af þessu lagi. Þeir sem koma við sögu í þessari útgáfu sem er að frumkvæði Peter Kay, eru m.a. Lou og Andy úr Little Brittain og svo að sjálfsögðu, sjálfir Proclaimers. Í vídeóinu koma svo fyrir mörg önnur kunnugleg andlit, m.a. helstu skemmtikraftar Breta, selebs eins og David Beckham, og svo ódauðlegar persónur eins og Bob the Builder og Pósturinn Páll (en ekki kötturinn Njáll).

Lagið er nú fáanlegt á iTunes í Bretlandi, en verður gefið út á smáskífu í Bretlandi eftir helgi. Vill einhver veðja gegn því að það toppi vinsældarlistann þar í landi? (Það er búið að seljast í 15 þúsund eintökum á 2 klukkustundum þegar þetta er ritað.) Hlustið á útvarpið, það verður á bylgjunum hér á landi fyrr en síðar. Þetta verður eflaust líka komið í youtube innan skamms. Þetta er bara svo frábært lag.



Eins og Andy sagði - Don´t like it

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home