föstudagur, febrúar 02, 2007

Isobel Campbell og Mark Lanegan - Paradiso Amsterdam, 28 janúar 2007.

Mér hefur lengi langað að bregða mér á tónleika á þessum rómaða stað í Amsterdam. Reyndar hafa nokkrar tilraunir verið gerðar. Náði m.a. að mæta degi of seint á Múm tónleika eitt skiptið.

Við náðum að mæta á réttum degi og þokkalega á tíma í þetta skiptið. Spennan var nokkur fyrir giggið, platan ansi góð og þarna innanborðs tveir einstaklingar sem eiga rótgrónar rætur í tónlistarfortíð minni. Isobel auðvitað í Belle og Seb á sínum tíma og gaddavírsbarkinn Mark kyrjaði I nearly lost you ásamt því að hafa m.a. stoppað í Queens of the stone age og gefið út slatta af sólóplötum.

Á Paradiso er desibilamælir. Rétt fyrir tónleikana sýndi mælirinn um 89 db. Það segir kannski sitt um þessa tónleika að mælirinn fór ekki mikið yfir 95 desíbilin. Lágstemmt og kósí svona á sunnudagskvöldi. Þau rúlluðu í gegnum megnið af plötunni, eins komu þarna eigin lög inn á milli. Var að vonast að Mark skellti sér í Screeming Trees gallann sinn, hann klikkaði á því. Hollendingarnir voru í gríðarlegu kjaftastuði þetta skiptið, stundum svo að maður varla heyrði í krúttinu henni Isobel. Hún fór einmitt að hlæja vegna kliðs í einu laginu, oftar en einu sinni. Held reyndar að Isobel hafi reykt eh sterkara en Malboro fyrir þessa tónleika. Hún var alltaf að gleyma sér, byrja of seint eða snemma og hlæja og ruglast. Allt voða krúttlegt samt. Mark sagði sem minnst, stökk varla bros en söng eins og engill. Ótrúleg rödd í þessum kappa, ein sú magnaðasta á markaðnum í dag. Hollendingarnir þorðu ekki annað en að halda kjafti þegar hann byrjaði að syngja.

Í heildina ekkert spes tónleikar, Isobel ekki alveg að virka og ekki mikil geislun af bandinu. Eins og þau væru að spila saman í fyrsta, ja kannski annað skitpið. Mark var maður kvöldsins, markmaður. Einkunn: 6.7.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home