föstudagur, júlí 28, 2006

Heitt þar, sveitt þar

Fjölmenni var á velheppnuðum tónleikum Belle & Sebastian á NASA í gærkvöldi. Maður veltir fyrir sér hversu marga miða er hægt að selja inn á þennan stað, það var alveg stappað. Það hafa örugglega verið nokkur hundruð manns of mikið. Í aðra röndina skilur maður að innflytjendur vilji fá sem mest inn í kassann, en gæðin minnka líka mikið ef maður þarf allan tímann að sveiflast fram og til baka vegna fólks sem er að reyna að troða sér í gegnum þvöguna til að komast á klósettið eða á barinn. Það þarf heldur ekki mikið út að bregða til að úr verði allsherjar kaós ef eitthvað kemur upp. Hver ber þá ábyrgðina?

Tónleikarnir voru annars vel heppnaðir. Áhorfendur klöppuðu mest fyrir nýja efninu, en þó mátti heyra í nokkrum sem voru vel með á nótunum þegar gamla efnið hljómaði. Hápunktarnir: The State that I am in, Boy with the Arab strap, og Súsí sem dansaði eins og Uma í Jonathan David. Annars vísast í góða umfjöllun Dr. S. Einnig bendi ég á síðu NPR útvarsstöðvarinnar þar sem hægt er að hlusta á og hlaða niður tónleikum B&S frá því í mars sl. í heild sinni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home