miðvikudagur, júní 21, 2006

Í hálfleik

Þá er einmitt gott að staldra aðeins við, spekúlera, hvernig gekk þetta í fyrri? Hvað er í vændum í seinni? Sumir fá sér vatn.
Árið bara búið að vera nokkuð gott, Belle og Seb, Band of Horses, Tapes n Tapes, Hot Chip, Mogwai, Danielson, Figurines, Gnarls Barkley, The Knife, Islands, Starlight Mints, Mates of State, Phoenix, Walkmen, Sunset Rubdown ... Tók líka Bob Dylan í fósturást og svo er vænn pakki með Stevie Wonder á leiðinni, tek hann kannski í fóstur líka kappann. Brá reyndar svakalega þegar ég stóð mig að dilli og bara nettum fíling við nýjasta Keane lagið. Svo er líka fullt af góðri músík á leiðinni. Hér eru nokkrar sem halda sjálfum spenntum:

Thom Yorke - The Eraser
Búinn að heyra hana þessa, já bara efnilegur andskoti.
French Kicks - Two Thousand
Hef enn trú á drengjunum þó svo að ekkert húrra hafi verið hrópað síðast.
Say Hi To Your Mom - Impeccable Blahs
Skila því.
Spoon - Telephone And Soft Effects EP
Í uppáhaldi
TV on the Radio - Return To Cookie Mountain
Held að þeir taki þetta bara núna.
Cursive - Happy Hollow
Ugly organ var snilldin, get vart beðið eftir þessari.
M. Ward Post-War
Síðasta komst á t 30 hjá efp
Bonnie "Prince" Billy - Then The Letting Go
Íslendingur á tökkunum, fróðlegt.
Chin Up Chin Up - This Harness Can't Ride Anything
Spennandi
Decemberists - The Crane Wife
Klikka ekki.

Þannig að topplistinn er í mótun, kannski að Keane verði bara á toppnum? Hér er svo nokkrir sem eru einnig að banka:

Sambassadeur Sænskir krakkar. Kate er í uppáhaldi einmitt í dag.
Baby Dayliner Teknó Sinatra frá Brooklyn. Fingurbjörg af rappi og klípa af rokki.
Cold War Kids Vinir Tapes n Tapes. Efnilegt.
Oh No! Oh My! Ansi skemmtilegt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home