miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Big Day Out – Sydney Janúar 2006

Þar sem að ég stóð meðal andfætlinganna. Reyndar sat ég í lest og ferðinni var heitið á Ólympíuleikvanginn í Sydney. Já þar sem Vala okkar vann góðmálm. Þar er sem sagt Big Day Out haldin árlega og nú skyldi rokkað. Í föruneytinu voru reyndar andfætlingar sem vildu sjá aðra andfætlinga spila. Fyrst til að ylja okkur með ljúfum tónum var Sarah Blasko. Eitthvað svona týpískt gellurokk sem fór fyrir ofan garð og neðan. Enda hugurinn við næsta band og bandið sem að við misstum af vegna seinagangs og samgönguörðugleika. "Offitusjúklingarnir" í Magic Numbers spiluðu án þess að bíða eftir okkur. En Go! Team mættu fersk og áttu þessar fínu 45 mínútur. Það kom reyndar á óvart að ung stúlka fer þar í broddi fylkingar ásamt einhverjum slatta af týpískum indírokkgaurum í rifnum gallabuxum. Verst var reyndar hvað hljóðið var einstaklega klént eitthvað. Einnig var mikið í gangi þarna í kring, talsverð hljóðmengun sem spillti fyrir. En þau renndu í gegnum hápunktana af debút plötunni og eitthvað nýtt slæddist þarna með. Fínir tónleikar, væri þó til í að sjá þau aftur í almennilegum sal.

Næst var rölt yfir á aðalsviðið, þar voru prestsynirnir í Kings of Leon að spila. Nennti nú ekki að fara mjög nálægt en dillaði rétt fæti með helstu slögurunum. Það kom reyndar þarna maður sem truflaði talsvert hlustunina, gaf mér símann hjá sér og vildi kynna mig fyrir einhverri búð sem að hann átti. Nóg um það.

Hér var komið að matar/drykkjuhléi og nokkrum VB slett í kokið. Eftirvæntingin var nú orðið “gríðarleg”. Franz Ferdinand næstir á svið. Undirrituðum hefur tekist að sjá þá í þremur heimsálfum á innan við hálfu ári, hmm. Grúpppía djöskotans. Asía og Suður Ameríka á planinu, ekki alveg. En strákarnir stóðu sig eins og hetjur, þétt prógram og hresst. Nánast það sama og í hin tvo skiptin þar á undan, bara fínt hjá þeim. Finnst alltaf jafnsvalt þegar það kemur einhver slatti af gaurum til að aðstoða trommarann í lokalaginu, Outside
rs.

Næst var skokkað yfir á minna svið til að heyra nokkra tóna með Mars Volta. Fæ enn óbragð í munninn þegar ég hugsa um tónleika sem einhvern tímann var farið á með þeim. Gítarrúnk og viðbjóður. Örlítið annað yfirbragð þarna, sá reyndar ekki nema 3 lög en L'Via l'Viaquez
var snilld lifandi. Iggy Popp spilaði svo I wanna be your dog fyrir okkur, eina sem við sáum en verður maður ekki að tékka á kauða í höllinni?

Nú var það bara rúsínan í enda pylsu. White Stripes stigu á stokk, sá reyndar lítið vegna fólks á háhestum þarna allt í kring. Tónlistin heyrðist þó ágætlega en mér fannst vanta einhvern neista í skötuhjúin þetta kvöldið. Tónleikarnir í höllinni voru snilld og þessir falla í skuggann af þeim. Sem sagt, stórfínn dagur úti.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home