föstudagur, janúar 06, 2006

Heitur vetur

Tvær ungar hljómsveitir sem miklar vonir eru bundnar við eru að senda frá sér efni þessa dagana.

Boy Kill Boy: Ekki neitt venjulegt strákaband. Þessir strákar frá austur London gáfu út sína fyrstu smáskífu Suzie í maí í fyrra, önnur smáskífan Civil Sin kom út í september. Hvorug skífan komst þó á top 40 í Bretlandi. Nú hefur NME farið lofsamlegum orðum um þessa stráka, þeir komnir á alvöru plötusamning hjá Vertigo, sem m.a. annast Razorlight og The Killers, og athyglin á þá stráka hefur aukist verulega. Næsta smáskífa þeirra Back Again verður gefin út þann 13. febrúar og þá jafnframt túrað um Bretland fyrir fullu húsi.

Arctic Monkeys: Þessa stráka þarf varla að kynna. I Bet You Look Good on the Dancefloor fór beint á toppinn í Bretlandi, þökk sé mikilli umfjöllum um þá á ýmsum spjallrásum vefsins. Í kjölfarið fylgdi mikil umfjöllun alls staðar og einnig sá heiður að opna þátt Jools Holland og flytja þar 3 lög. Eftirvæntingin eftir þessum strákum er slík að útgáfu plötu þeirra, Whatever People Say I Am, That's What I'm Not, hefur verið flýtt um viku og kemur út þann 23. janúar. Næsta smáskífa, When The Sun Goes Down, kemur út þann 16. janúar og verður að teljast líkleg til að endurtaka afrek I Bet You Look... Sjáum hvað setur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home