þriðjudagur, desember 13, 2005

Jólin eru að koma!

Jæja, nú eru jólin að nálgast og jólalögin eru farin að hljóma. Sem betur fer er hægt að finna ýmsar gersemar í allri jólalagageðveikinni þannig að maður þarf ekki vera fastur í jólastemmingu með Siggu Beinteins eitt árið í viðbót (nema náttúrulega að maður kjósi það...).

Fyrst skal nefna Sufjan Stevens. Sufjan er gríðarlega duglegur strákur, hann er önnum kafinn við að semja plötur fyrir öll fylki Bandaríkjanna, en hann fann sér samt tíma (3 ár í röð) til að setja saman jólaplötur. Það er hægt að nálgast þessa dýrgripi á alnetinu. Ég mæli eindregið með laginu "I saw three ships" af Vol. 2 og svo jólalaginu mínu þetta árið: "O holy night" af Vol. 3.

Næst koma Belle & Sebastian. John Peel heitinn var jólastrákur og hélt jólapartí þann 18. desember 2002 þar sem B&S spiluðu. Þar tóku þau klassísk jólalög í bland við eigið efni. Þetta er skemmtilegt stykki og gott innlegg í jólaplötuflóðið.

Síðast en ekki síst verður að nefna Bright Eyes. Árið 2002 var gríðarlega gott í jólaplötuútgáfu. Sufjan gaf út Vol 2. af jólaplötunum sínum, Peel hélt jólapartí með Belle & Sebastian og Bright Eyes gat ekki verið minni maður svo hann gaf einnig út jólaplötu, sem heitir því frumlega nafni "A Christmas Album". Jólalögin eru frábær vettvangur fyrir Bright Eyes, þessi litli viðkvæmi tilfinningastrákur nýtur sín gríðarlega vel í jólastemmingunni.

Allrasíðast en ekki allrasíst þá eru 2 lög sem eiga það skilið að á þau sé minnst. Tom Waits hitti blindu strákana frá Alabama og tók með þeim lagið "Go Tell It On The Mountain" af samnefndri plötu. Death Cab For Cutie tóku lagið "Baby Please Come Home" og tryggðu sér með því einokunaraðstöðu í hljómkerfi Gap-búðanna um allan heim þau jólin.

1 Comments:

Blogger Pallason said...

Algör snillingur hann Sufjan. Þokkalegur jólafílingur í gangi hérna megin.

11:10  

Skrifa ummæli

<< Home