fimmtudagur, október 13, 2005

Airwaves planið

Jæja, þá er búið að birta skipulagið á Airwaves. Samkvæmt lauslegri athugun þá virðist mér sem Architecture in Helsinki séu að spila á nákvæmlega sama tíma og Fiery Furnaces, og það sem meira er, Juliette Lewis verður líklega bara rétt byrjuð á settinu sínu þegar hinir byrja... Fúlt. Þessi 3 bönd eru mjög ofarlega á listanum hjá mér yfir hvað ég vil sjá á þessari hátíð og þá þarf endilega að smella þeim á sama tíma. Maður mátti nú kannski búast við þessu, erfitt að skipuleggja svona marga tónleika þannig að ekkert áhugavert skarist, en það breytir því ekki að ég er hundsvekktur!

3 Comments:

Blogger Pallason said...

Já, djöskotans. Þetta er fremur lamað. En er það ekki bara Fiery og Sleikta Júlía sem fá að ráða?

14:18  
Blogger eyjo said...

Jú, það er einmitt planið sem ég var búinn að sigta út, ná nokkrum góðum sleikjum með Júlíu og skella sér síðan á Fiery.

16:14  
Blogger Siggi said...

Svo framarlega sem þú lendir þá ekki í röð á FF. Sá röð á Nasa í fyrra sem náði næstum út í Austurstræti.

17:29  

Skrifa ummæli

<< Home