sunnudagur, október 09, 2005

Grískur Ferdinand - 7. okt.

Grúpppía dauðans? Farinn að elta Franz heimsálfanna á milli. En þannig er þetta bara. Eftir að hafa séð piltana í Kaplakrika núna í sept á var ekki laust við að illur bifur gerði vart við sig. Er reyndar farinn að taka þá í sátt aftur, nýja platan er bara fín. Það er ekki þeim að kenna að nánast allir blaðamenn hnattkringlunnar skrifi um þá og smelli á forsíðuna. Illi bifurinn minnkaði reyndar þegar kom í ljós að Tv on the radio myndu hita upp. Sá þá á snilldartónkeikum á Irving Plaza í fyrra og var farinn að hoppa um af kátínu. Auðvitað var mætt í dansskónum á Greek Theatre. Snobbið var skilið eftir heima.

Og það var sko dansað með löppum, höndum og haus. Þeir mega eiga það drengirnirnir að þeir kunna að kitla danstaugina. Ekki skemmdi heldur fyrir að tónleikarnir voru úti, 25 stiga hiti, blíðulogn. Prógrammið kom ekki á óvart, gamlir slagarar í bland við nýja efnið. Nýja platan reyndar ekki jafnsterk og sú fyrsta en þarna var ég búinn að renna henni nokkrum sinnum í gegn og lögin runnu því ljúfar niður en í Krikanum. En hvað er með þennan bassaleikara? Sé hann fyrir mér spila gömlu dansana á Grund. Ótrúlega líflaus drengurinn, eins og hefur reyndar komið fram hér á músinni. Það kom reyndar í ljós að uppáhaldslagið hans er Take me out, þetta tilkynnti söngvarinn áður en þeir töldu í það annars ágæta lag.

Í heildina var þetta bara gaman, ekkert sem að kom á óvart, lappdans, dill og meðsöngur.

2 Comments:

Blogger eyjo said...

Ég er búinn að hlusta svoldið á diskinn þeirra og er nokkuð sáttur við þetta. Þurfti reyndar að krafsa mig í gegnum þykkt lag af fordómum fyrst en svo er þetta bara fínt.

16:15  
Blogger Siggi said...

Þetta er allt að koma

17:30  

Skrifa ummæli

<< Home