þriðjudagur, september 20, 2005

My name is Björk, ----- Björk


David Arnold gerði stórgóða 007 cover plötu um árið sem var í miklu uppáhaldi hjá mér. Veit ekki hvort það hafði einhver áhrif á Broccolið, en síðan hefur hann alfarið séð um tónlistina í téðum myndaflokki. Meðal þeirra sem David fékk til að syngja á plötunni var Björk sem tók lagið You Only Live Twice. En áður en platan kom út var lagið tekið af plötunni. Það er þó komið fram nú og má nálgast það hér. Spurning fyrst hún ekki vill syngja James Bond lög hvort hún leiki ekki bara fúlmenni í næstu mynd (sem ku vera Casino Royale og tökur eru að hefjast á um þessar mundir þó enn sé ekki búið að finna Bond sjálfan). Grace Jones var alla vega flott í A View To a Kill.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home