mánudagur, september 12, 2005

Gaman í lúðrasveit

Ég fór í 12 tóna í dag að ná mér í nýja Sigur Rósar diskinn (ath, 500 kall auka fyrir sérútgáfuna er algjört ripoff, dómur eftir margar hlustanir í fyrsta lagi) og stóðst ekki mátið og náði mér í diskinn hans Benna Hemm Hemm í leiðinni. Ég sá hann spila með bandinu sínu á Sirkus á Menningarnótt og fórst þeim það svona ljómandi vel úr hendi. Þetta er stuðplatan í ár. Gamlir og nýjir slagarar í bland, þó aðallega eftir Benna og útsettir af meðlimum hljómsveitarinnar fyrr og nú. Skemmtilegt brass og söngurinn er tilfinningaríkur, svo mjög að ég hélt fyrst að hann hefði fengið Pál Óskar til að syngja með/fyrir sig. Það var gaman í lúðró í gamla daga. Ekkert að því.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Er að fara að smella mér á tónleika með þeim Sigur Rósar félögum í kvöld.. gaman verður að heyra nýja stöffið!!

19:45  
Blogger Siggi said...

Þú kannski skrifar um tónleikana?

23:03  

Skrifa ummæli

<< Home