föstudagur, ágúst 19, 2005

Nýbylgja

Stundum rekst maður á plötur sem vekja forvitni eingöngu út á umslagið. Þannig var það með Nouvelle Vague sem ég rakst á í uppáhalds plötubúðinni minni um daginn. Í þessari búð er plötum raðað inn í glerskáp og því ekki hægt að sjá mikið um diskana, taka þá út, skoða lagavalið og slíkt. En umslagið talaði til mín svo ég tók sénsinn. Fékk diskinn í hendurnar og las lagalistann: Love will tear us apart, Just can't get enough,... Hmm. Hvað er þetta svo? Í stuttu máli sagt, ef þú ætlar á Ölstofuna í kvöld skal það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð út vera að setja þennan disk í spilarann, þ.e. ekki svo mikið til að koma þér í rétta gírinn, heldur fyrir eftirpartýið. Franskt djassí sexý. Held það lýsi þessu best. Nýbylgjan hefur aldrei hljómað svona áður.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home