mánudagur, september 19, 2005

Tónleikaupprifjun: Decemberists, Irving Plaza, New York, 4. Maí 2005

Decemberists voru nýbúin að gefa út plötuna Picaresque á þessum tíma. Þau eru mjög skemmtileg á sviði og héldu uppi góðri stemmingu. Lagavalið var þannig að um helmingur laganna var af nýju plötunni og restin góðir slagarar af fyrri plötum. Það besta við þessa tónleika var þau kynntu fyrir okkur "instant live" kerfið, þar sem tónleikarnir eru teknir upp og skrifaðir á geisladiska um leið og þeim lýkur. Þarna gafst okkur tækifæri til að kaupa tónleikana og hlusta á seinna sem er alger snilld. Hér er tóndæmi af þessum diskum, stelpa sem var að byrja í hljómsveitinni á þessum tíma ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og spreytir sig á gamla laginu Wuthering Heights með Kate Bush. Diskarnir eru mjög skemmtilegir, nokkuð óklipptir þannig að röflið í Colin milli laga fær að njóta sín, eitthvað sem átti vel við á þeim tíma og er skemmtilegt að rifja upp, en myndi vafalaust vera klippt út ef þetta hefði verið pródúserað.

1 Comments:

Blogger Siggi said...

Tékkið á þessu
http://www.instantlive.com/
Þeir selja fullt af tónleikaupptökum og nú er TicketMaster farinn að bundla saman miða á tónleikana og svo upptöku af þeim eftirá, þú færð afslátt ef þú kaupir bæði saman.

23:07  

Skrifa ummæli

<< Home