mánudagur, september 19, 2005

Uppgötvun vikunnar: Billy Idol VH-1 Storytellers


Gamalt og týnt: Ég rakst á þennan disk í síðustu viku eftir að kunningi minn kvartaði yfir því að unplugged diskurinn með Billy Idol væri ófáanlegur. Ég hafði ekki hugmynd um að Billy karlinn hefði gert svoleiðis disk og fór því á stúfana að athuga hvort ég gæti ekki fundið þennan dýrgrip.
VH-1 sjónvarpsstöðin gerði seríu í anda Unplugged seríunni hjá MTV, og kölluðu þetta Storytellers. Hérna stígur gamla brýnið og átrúnaðargoðið Billy Idol á stokk og flytur nokkur af sínum bestu lögum í skemmtilegum útsetningum. Þessi plata er frekar mistæk en góðu lögin á henni eru alger snilld og ómissandi fyrir gamla Billy aðdáendur. Tóndæmi: White Wedding

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home