fimmtudagur, október 27, 2005

John Peel og Teenage Kicks

Í gær var liðið ár síðan John Peel lést. Ég sá í gærkvöldi nokkurs konar minningarþátt um hann á BBC 4. Þar sögðu ýmsir þekktir og minna þekktir samferðarmenn sögur af kallinum. Þetta var svona vídeó minningargreinar Mbl.

Það er kannski klysja en sagt er að Teenage Kicks með Undertones hafi verið uppáhalds lagið hans. Damian O'Neill annar af gítarleikurum Undertones sagði sögur af því. Þegar Undertones voru ungir og reyna að koma sér áfram sendu þeir demó spólu til JP og báðu hann að spila hana. JP sendi þeim bréf tveim mánuðum seinna, afsakaði hversu lengi það tók að svara, þakkaði fyrir spóluna og sagði þá endilega verða að taka up session hjá sér. Ekki væri hægt að borga undir þá til London, en hann gæti útvegað tíma í stúdíói í Norður Írlandi og hann skyldi borga það prívat. Undir þetta var stimplað með rauðu "John Peel, the world's most boring man". Þar var Teenage Kicks hljóðritað.

Þegar JP varð 60 var Damien boðið í veisluna. Hann var að velta fyrir sér hvað gjöf hann ætti að gefa. Hann fann uppi á háalofti blað með upprunalega textanum að Teenage Kicks, fullt af leiðréttingum og endurbótum handskrifaðum af bróður hans, John O'Neill, sem var hinn gítarleikari Undertones. Þetta gaf hann honum innrammað í afmælisgjöf. JP tók á móti þessu og sagði "En merkilegt", afsakaði sig svo og hvarf inn í hús í svona 10 mínútur. Kom þá út úr húsinu aftur og mátti sjá að hann hafði þerrað tár. JP var ekki maður margra orða.

Það kemur því kannski ekki á óvart þegar skoðaður er kassinn með þeim 7" plötum sem John Peel hélt mest uppá að þar eru 3 eintök af Teenage Kicks.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home