sunnudagur, október 23, 2005

Airwaves uppgjör


Þá er Airwaves lokið. Margt var gott en sumt var vont. Hér er þetta í nokkurn veginn verst til best röð.

Klúðrið: biðraðirnar og alltof litlir staðir til að taka við þessum fjölda. Þú varðst bara að velja þér stað, koma snemma og vera þar allt kvöldið. Fyrir vikið var ekki alltaf hægt að raða upp prógrammi alveg eins og maður vildi.

Mestu vonbrigðin: komst ekki út á laugardagskvöldið og missti af Clap Your Hands Say Yeah og Ratatat.

Mikil vonbrigði: Cotton + Einn og Annie. Þetta var ekki einu sinni smá skemmtilegt.

Mild vonbrigði: New Radio og Au Revoir Simone. Átti von á meiru frá þeim miðað við það sem ég hafði heyrt.

Hvorki né: Apparat Organ Quartet. Nýja stöffið er eins og það gamla, bara ekki eins skemmtilegt. Hvernig er það, eru þeir enn í sömu fötum og fyrir 3 árum?

Vel gert: Búdrýgindi, Funk Harmony Park, Reykjavík! og Skátar. Það er greinilegt að það er mikil gróska í gangi í alls konar tónlist. Fylgist með hér.

Næstbest: Architecture in Helsinki. What the funk! Mjög skemmtilegt hjá þeim.

Best: Þrátt fyrir að vera ekki mikill elektró og teknó maður, þá var ekki annað hægt en að hafa gaman af Hermigervli. Ótrúlegt og flott líka.

Það má sjá af þessu að ég var á Gauknum, svo NASA miðvikudag og föstudag en á Listasafninu fimmtudag. Aðra staði fór ég ekki á. Fyrir utan það sem hér að framan er minnst á er fullt sem ég hefði vel getað hugsað mér að sjá, nefni þá helst Benna Hemm Hemm, Junior Senior, Juliette & the Licks, The Fiery Furnaces og The Zutons. Í heild var þetta samt ágætt og bíð ég spenntur eftir næsta ári!

1 Comments:

Blogger Pallason said...

Sammála. Missti af Claps og Ratatat, ekki alveg sáttur. Sáum Zutons og eitthvað fleira í staðinn.

08:18  

Skrifa ummæli

<< Home