fimmtudagur, desember 29, 2005

Big in Fjarkasistan

Nú þegar allir keppast við að taka saman lista yfir það besta á þessu ári sem er að líða, kemur að þessu óumflýjanlega - blöðin halda áfram að segja okkur fréttir af því að Landinn sé bestur í heimi. Það er engu til sparað að finna sannanir þar um og vitnað í blöð á við Des Moines Register og Winston-Salem Journal þessu til stuðnings. Niðurstaðan: Sigur Rós og Emilíana eru best! Það verður bara að segjast eins og er, þessar borgir í Iowa og North Carolina hafa hingað til ekki þótt nafli alheimsins og íbúar þessara fylkja almennt ekki taldir heimsborgarar. Það er hins vegar ekki vitnað í önnur blöð og vefsíður þar sem, með fullri virðingu fyrir Sigur Rós og Emilíönu, þau komast ekki jafn ofarlega á blað. Með þessu eru íslensku blaðamennirnir vísvitandi að sýna okkur bjagaða mynd af heiminum. Afleiðingin er sú að fullir Íslendingar á barnum á Spáni næsta sumar röfla kokhraustir við útlendingana um hve Við erum frábærust í heimi; með sætustu stelpuna, sterkasta strákinn, hreinasta vatnið, ríkustu bankana og bestu hljómsveitirnar. Áfram Ísland!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home