sunnudagur, febrúar 05, 2006

Iggy and The Stooges


Ég sá að Iggy Pop er að koma til landsins. Iggy er flottur. Helmingur ritstjórnar Músarinnar Magnúsar sá Iggy á tónleikum fyrir um 2 árum síðan. Fimmtugur kallinn hoppaði og skoppaði ber að ofan á sviðinu í klukkutíma, og fór létt með það. Reitti af sér slagara eins og I wanna be your dog, The Passenger og Lust for life. Ætli maður neyðist ekki til að leggja okurfé á reikninginn í Leynibankanum til að sjá innvígslu hans í félagsskap Íslandsvina í Höllinni í maí. Held það nú.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home