miðvikudagur, janúar 25, 2006

´79 af stöðinni

Janúar er undarlegur mánuður. Þetta er nokkurs konar breytingartímabil úr eldra ári yfir í nýtt. Tilnefningar um besta þetta og hitt á síðasta ári eru enn að koma inn. Kaiser Chiefs fá flestar tilnefningarnar til Brit verðlaunanna, en Franz Ferdinand, Oasis og Arctic Monkeys koma þar á eftir. Kemur svo sem ekki á óvart. Kaiser Chiefs eru eiginlega hin fullkomna popprokksveit sem á sér ríka hefð á Bretlandi og nýtur þar mikillar virðingar og vinsælda, ekki aðeins meðal gagnrýnenda heldur líka meðal almennins. Þeir minna mig dálítið á Madness á sínum upphafsárum, ekki endilega tónlistin sem slík þótt eitt og eitt lag gæti alveg smollið á plötu með Madness, heldur umgjörðin, myndböndin og tónleikaframkoman. Báðar sveitirnar eru hæfilega villtar og endurspegla þessa "nutty" hlið á Tjallanum, sem ber að fagna.

En janúar er líka tími fyrir nýtt efni. Arctic Monkeys hefðu svo sem getað tekið Tjallann með trompi hvaða mánuð sem er. Þeir endurtóku leikinn frá I Bet You Look... og smelltu When The Sun Goes Down beint á toppinn í Bretlandi. LP plata þeirra endurtekur svo leikinn í næstu viku enda selst hún í bílförmum. Ég veit ekki alveg hvað ég á að halda um Arctic Monkeys - grannir bólugrafnir unglingar sem spila áheyrilegt rokk með þokkalega vitsmunalegum textum. Tilkoma þeirra minnir mig á 2 hljómsveitir sem báðar tröllriðu breskum tónlistarheimi um stund en áttu mismundani örlög. Þar á ég við The Jam og The Police. Annars vegar staðið fast á sínum prinsipum í 30 ár þótt það kosti sitt, og hins vegar farið í leit að heimsfrægð með tilheyrandi vörpun yfir í "gáfumannapopp" (það síðara má jafnframt kalla Coldplay sindrómið). Við sannarlega vonum að Arctic Monkeys njóti sinnar skjótu frægðar, hver svo sem örlög þeirra verða er fram líða stundir.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home