sunnudagur, desember 31, 2006

Áramotauppgjör 2006

2006 hefur ekki verið eins gjöfult og síðustu ár, það verður bara að segjast. Á þessum síðasta degi ársins er þó vert að líta aðeins til baka og minnast á nokkrar plötur og tónleika sem eru eftirminnileg frá þessu ári.

Fyrst er hér listi yfir nokkrar plötur sem ég hlustaði á á árinu og nenni ennþá að setja undir geislann af og til (í handahófskenndri röð):

Belle and Sebastian - The Life Persuit
Jenny Lewis with The Watson Twins - Rabbit Fur Coat
Isobel Campbell and Mark Lanegan - Ballad of the Broken Seas (þrátt fyrir frekar neikvæða umfjöllun mína áður um þessa plötu þá verð ég að viðurkenna að hún er eiginlega bara skratti góð eftir allt saman)
Peter Bjorn & John - Writer's Block
Arctic Monkeys - Whatever People Say I Am, That's What I'm Not
The Fratellis - Costello Music
I'm From Barcelona - Let Me Introduce My Friends

Tónleikaárið var frekar klént í samanburði við fyrri ár. En þessir stóðu uppúr:

Sufjan Stevens í Fríkirkjunni - bestu tónleikar ársins!
Morrisey í Höllinni - ultimate cool
Badly Drawn Boy á Manchester - músikin kannski að dala, en sem performer eru fáir betri
Roger Waters í Egilshöll - gamli kallinn klikkar ekki
Belle and Sebastian á Nasa - stuðtónleikar ársins
Keiser Chiefs á Airwaves - besta af því sem eftir er

Óska öllum gleðilegs árs!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home