föstudagur, janúar 16, 2009

2009 - Er það eitthvað?



Nú þegar árið 2008 hefur verið gert upp þá er ekki úr vegi að líta fram á við og kanna hvað árið 2009 hefur upp á að bjóða.

Svo virðist reyndar sem að plata ársins sé þegar komin út sbr. Forkinn. Þessi sveit hefur reyndar ekki enn náð að heilla Pallason upp úr skónum en nýja platan er þó komin í hlustun og hljómar vel. Geri þó ekki ráð fyrir að hún nái inn á topp 10 þetta árið.

Á næstu vikum er svo eitt og annað bitastætt að detta inn. Vinir mínir í Franz Ferdinand eru að fara að koma með plötu núna í lok janúar. Heyrist þeir vera í sama fíling og á síðustu plötum, kannski komið aðeins meira rafmagn í spilið en annars er þetta bara tónlist sem fær mann til að dansa með löppunum. Þykir nýja lagið reyndar með því betra frá strákunum.

Antony and the Johnsons eru svo að detta inn með skífu. Bíð fremur spenntur eftir henni þar sem flest sem Tony hefur komið nálægt upp á síðkastið er gríðargott, sbr Hercules and Love Affair, Michael Cashmore ...

Í janúar má svo nefna A.C. Newman (söngvara New Pornographers) og Andrew Bird sem hefur verið að gefa út glimrandi skífur upp á síðkastið. Af öðrum einyrkjum má nefna M. Ward sem setur sinn grip í hillur í febrúar. Hér er nýjasta smáskífan hans.

Kanadamenn munu ekki láta sitt eftir liggja þetta árið. Töluvert hefur verið hæpað um hljómsveitina Bruce Peninsula. Gripurinn er kominn í hús og hér er á ferðinni ein af þeim plötum sem vinnur á við hverja hlustun. Þetta er einhvers konar blanda af Tom Waits, Polyphonic Spree og dass af indí. Lagið Inside/Outside í uppáhaldi. Aldrei að vita nema að þetta endi á listum í lok ársins.

Wolf Parade klanið er svo að koma með a.m.k. tvær plötur á árinu. Handsome Furs (Dan Boeckner, önnur söngpípa WP ásamt Spúsu) ríða á vaðið í febrúar með Face Control og Swan Lake (Spencer Krug, hin söngpípa WP ásamt félögum) fylgja svo í mars. Veit ekki hvort að þetta sé of mikið af WP á svona stuttum tíma.

Decemberists detta svo inn með skífu í mars. Fannst þau satt besta að segja vera orðin fremur einhæf á síðustu plötu en miðað við nýjasta lagið þá er þetta eitthvað.

Af öðrum má nefna

Mozzerinn – „Years of refusal“. Snertir alltaf taugar kappinn. (feb)

Royksopp – Junior. Fínt nýja lagið. (mars)

The Boy Least Likely To – Detta inn með plötu í mars. Síðasta plata var þrusugóð og eftirvæntingin því nokkur.

Depeche Mode - Sounds of the Universe. Hrikalegur titill en alltaf spenntur að heyra nýtt efni frá DM. (apr)

Tortoise – Alltaf traustir. Nýtt efni í apríl.

Svo auðvitað fullt af einhverju sem maður hefur aldrei heyrt um áður.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home