þriðjudagur, janúar 06, 2009

Eftirminnilegustu plötur ársins

Ég á ekki auðvelt með að kvantumera tilfinningar mínar, því get ég ekki farið að dæmi Einsa Pallasonar og sett upp svona fínan lista af topp 20 síðasta árs. Ég ætla hins vegar að gera tilraun til að minnast á nokkrar plötur sem ég keypti á síðasta ári og hafði ánægju af. Þær eru hér taldar upp í handahófskenndri röð. Allar þessar plötur keypti ég á vinyl, fyrir utan þá fyrstu.

Vampire Weekend - samnefnt
Ungu strákarnir úr Columbia með hressilegt, afríkskt skotið raggea popp. Vel ígrundað og grúví. Búa nú í Brooklyn, nafli tónlistaralheimsins um þessar mundir.

Sharon Jones - 100 days, 100 nights
Díva ársins. Soul eins og það gerist best, grúví og glamúr. Hafði einnig töluvert gaman af Duffy í soul flokknum, það má koma hér fram.

Dengue Fever - Venus on Earth
World music plata ársins. Sungin jafnt á ensku og kambódísku. Gleðilegt popp sem fær litlu tá til að dilla sér.

Fleet Foxes - samnefnt og Sun Giant EP
Gáfumannaplata ársins.

Hercules and Love Affair
Diskó plata ársins. Tókst það sem Páli Óskari tókst aldrei, þ.e. að taka hommalega rödd Anthonys og spila hana yfir þrusu diskó bíti án þess að það hljómaði einsog karaókí dauðans. Frá Brooklyn, nema hvað.

Calexico - Carried to Dust
Frábær endurkoma þessarar vanmetnu sveitar. Hér blandast saman fyrirtaks indí og mexikósk áhrif svo maður getur ekki annað en látið hugann reika á suðlægari staði.

MGMT - Orcular Spectacular
Enn eitt Brooklyn bandið. Stuð á hormónum, glamúr og gellur. Partýplata ársins.

The Last Shadow Puppets - The Age of the Understatement
Hressilegt 60s skotið popp rokk, trukk og díva. Sandy Shaw hitti Ian Dury. Glæsilegt hliðarspor, og kannski á það bara einmitt að enda þar.

Gömlu-plötu-kaup ársins:
Neil Young - Harvest
Fékk þessa vinyl plötu notaða í Englandi í sumar. Þrátt fyrir undarlega anmarka með sándið í upphafi þá sýnir þessa plata svo sannarlega yfirburði vinylsins. Lagasmíðarnar eru líka ótrúlegar og skil ég ekki hvernig ég gat farið á mis við hana fram að þessu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home