þriðjudagur, september 26, 2006

Efnilegt

Án frekari orðalenginga, nokkrar efnilegar:

Annuals (brother)
Someone still loves you Boris Yeltsin
Snowden
Bound Stems

Allt í lagi, bless.

föstudagur, september 15, 2006

Sonic Youth og YeahsYeahYeahs í Brooklyn

Sonic Youth og Yeah Yeah Yeahs spiluðu í hverfapartí í Brooklyn þann 12. ágúst. Vegna leti, ómennsku og mikilla anna hjá ritstjórn músarinnar þá hefur farið frekar hljótt um þessa tónleika fram að þessu. Tónleikarnir voru haldnir í McCarren Park Pool sem er risastór, yfirgefin útisundlaug. Yfirvöld í NY hafa verið í vandræðum með þennan stað í nokkurn tíma, sundlaugin hefur ekki verið í notkun lengi og verið hægt og rólega að drabbast niður. Núna í sumar ákváðu Brooklyn búar að nýta sundlaugina til tónleikahalds og hafa verið með reglulega tónleika þar. Þessi staður er alger snilld, án efa einn besti útitónleikastaður sem ég hef farið á. Í stuttu máli sagt þá voru tónleikarnir frábærir. Sonic Youth fóru á kostum og skemmtu sjálfum sér og öðrum. Lagalistinn var aðallega nýleg lög en þau tóku nokkra eldri slagara, grófu meðal annars upp lag frá '81 fyrir uppklappið þar sem Thurston greyið þurfti að hafa textann á blaði. Karen O. var fremst í flokki Yeahx3 og hún var vægast sagt rosaleg. Þau spiluðu lagið Art Star og öskrin í henni urðu til þess að hljóðkerfið skalf og nötraði. Ótrúleg rödd í manneskjunni. Yeahs spiluðu næstum öll lögin af Show Your Bones og gott safn af eldri lögum, bæði af Fever To Tell og af EP meistaraverkinu Master. Brillíant tónleikar, frábær stemming og yndislegur tónleikastaður.