föstudagur, september 30, 2005

Pæling: Hringnum lokað

Ég man þegar ég fékk minn fyrsta CD spilara fyrir margt löngu. Það er svo langt síðan að þeir voru enn ekki kallaðir geislaspilarar, það nafn varð ekki til fyrr en seinna þegar markaðsmenn Nesco á Laugarvegi fundu upp á því ágæta heiti. Samstundis voru skífurnar sem þessi tæki spiluðu kallaðir geisladiskar.

Geisladiskavæðing landans fór afar hægt af stað. Eftir að ég eignaðist minn spilara þurfti ég að fá mér geisladisk til að spila í honum, það gaf auga leið. Leið mín lá í Fálkann á Laugarvegi, þar sem nú er kaffihús Te og Kaffis. Sú búð var smekkfull af LP vínyl plötum en við afgreiðsluborðið lá lítil plastmappa með nokkrum innslögum úr þeim geisladiskum sem þeir höfðu á boðstólnum. Eflaust ekki meira en svona 100 stykki.

En þessi staða varði ekki lengi. Það tók landann ekki langa tíma að uppgötva kosti geisladiskanna og áður en nokkur vissi af voru allar plötubúðirnar orðnar að geisladiskabúðum. Útgáfa LP platna hætti nær alveg og allir keyptu geisladiska. Hljómtækin breyttust með. Þar var ekkert pláss fyrir plötuspilara. Upp var komin ný kynslóð ungs fólks sem hafði bara séð LP plötur í gömlum bíómyndum.

En vínyllinn var ekki dauður þrátt fyrir að almenningur hafi snúið við honum baki og nú er svo komið að hann er í stórsókn. Að vísu er hlutdeild hans á markaðinum míkróskópísk ennþá. Hvað er það sem veldur? Að einhverju leyti held ég það sé nostalgíja. En einnig er seindrepinn sá orðrómur að geisladiskar geti aldrei hljómað eins vel og vandlega pressuð LP plata í góðum hljómtækjum. Margir eru því að dusta rykið af gamla spilaranum eða kaupa sér nýja plötuspilara, gamlar plötur dregnar fram og nýjar keyptar. Plötuútgáfa hefur ekki verið jafn öflug í mörg ár og allt það helsta af nýju efni er fáanlegt á LP plötum í dag.

Ég leit inn í Skífuna á Laugarvegi um daginn, ekki langt frá þar sem Fálkinn var í gamla daga. Við hliðina á afgreiðsluborðinu var kassi með nokkrum LP plötum. Eflaust ekki meira en svona 100 stykki. Það má því segja að hringnum hafi verið lokað á vissan hátt.

þriðjudagur, september 27, 2005

Ekkert að þakka

Nú eru liðnar rúmar 2 vikur frá því Takk, 4. plata Sigur Rósar kom í verslanir og þar með fyrir eyru fjölmargra, þar á meðal undirritaðs. Ég var sem sagt ekki einn af þeim sem höfðu náð sér í sjóræningjaeintak af plötunni á vefnum og tekið þannig forskot á sæluna. Þeir sem það höfðu gert mærðu plötuna slíkt að ég var orðinn verulega spenntur. Plötudómarnir sem birtust þessa fyrstu daga voru líka allir á einn veg, þ.e.a.s. í íslenskum fjölmiðlum. 5 stjörnur trekk í trekk. Var hér um að ræða sannkallað meistarastykki?

Nei.

Við fyrstu hlustun hljómaði þetta svo sem ágætlega. Þálítið eins og Ágætis byrjun og minna eins og ( ). Það var þó alla vega kostur. Lagasmíðar mjög kunnuglegar: byrja rólega, svo rosa stuð í millikaflanum og enda hægt og hljótt. Styttri lögin einhæfari og sungin í falsettu. Þetta hljómaði meira og minna allt eins. Ekki heyrði ég betur en sungið væri á íslensku, svona framan af, enda er það besti partur plötunnar. Ég er samt enn á því að eitthvað sé sungið á Hoplandish þegar á líður, því óskiljanlega máli. Það er kannski villandi að tala um texta og tungumál í því samhengi því söngurinn er meira notaður eins og sólógítar, leiðir laglínuna í endalausu góli og umhverfishljóðum sem virðast ekkert stefna nema að 7 mínútna markinu. Ég fæ alltaf á tilfinninguna að þetta sé svona eins og í upphitun hjá Sinfoníunni, bíð bara eftir að hljómsveitarstjórinn lemji taktsprotanum í statífið og þeir byrji að spila almennilega.

Við aðra hlustun var þetta eins, nema ekki eins spennandi. Eftir því sem lengra líður á ég erfiðara og erfiðara með að fá mig til að hlusta á plötuna. Hún er samt ekki alvond. Sumt er næstum jafn gott að það besta sem Sigur Rós hefur áður gert. Þetta hefði getað orðið frábær EP plata.

Ég bíð samt spenntur eftir að komast á tónleika með þeim, enda er það reynsla mín að tónlist Sigur Rósar kemst miklu betur til skila "live" heldur en á plötu. Það þarf sérstaka stemningu til að hlusta á Takk og hana er erfitt að galdra fram heima í stofu.

fimmtudagur, september 22, 2005

Sögustund: hvað við lærðum af dönsku einokunarkaupmönnunum

Gamalt og myglað mjöl. Dönsku einokunarkaupmennirnir töldu það væri nógu gott í Mörlandann. Rokseldist. Enda var ekkert annað mjöl að fá.

Það mætti halda að þannig hugsi tónleikahaldarar á Íslandi enn þann dag í dag. Hvað er með þetta að bjóða Landanum bara upp á gamla úrelda kalla og kellingar þegar kemur að því að plana "stórtónleika" á Íslandi?

"Stórstjörnur" eins og Michael Bolton, Van Morrison, Joe Cocker, Beach Boys og James Brown hljóta að hlæja sig máttlausa. Þessir menn sem hafa sætt sig við það að spila fyrir fámenni á litlum klúbbum í milljónaborgum eins og New York, London, París og Munchen koma til Íslands og selja grimmt á "stórtónleika" á landi sem er með álíka marga íbúa og þeir geti vænst að selja nýjustu plötuna sína til á heimsvísu, og þætti það gott. Þar að auki selst hver miði á ofurverði sem á sér enga hliðstæðu. Ég sé fyrir mér að það sé til leyniklúbbur þar sem allar þessar "stórstjörnur" koma saman og hvíslast sín á milli um þessa gullnámu sem heitir Ísland og Leynibankann þar sem geymi feita innistæðureikninga fyrir fallnar "stórstjörnur". Umboðsmaðurinn samstundis tekur upp símann og hringir í Hr. Örlát sem stekkur á þetta "stórkostlega" tækifæri að færa Landanum þennan "heimsviðburð", því Landinn tekur hverju sem er til að seðja hungrið, bara eitthvað, þess vegna gamalt og myglað mjöl því það er ekkert annað að fá.

Svo er hringt í Moggann og tryggt að vel sé fylgst með komu "stórstjörnunnar" til landsins, hringt í hana á undan og birt heilsíðu "einkaviðtal" þar sem "stórstjarnarnan" lofar náttúru landsins og afsakar að hafa ekki komið ca. 20 árum fyrr (lesist: vissi ekki um Leynibankann fyrr en nú). Læt FM pumpar út öllum gömlu slögurunum í síbylju svo fólk sem var löngu búið að gleyma því að þessar "stórstörnur" voru einhvern tíma til fara allt í einu að trúa að hér sé um virkilegan heimsviðburð að ræða. Og svo kemur þessi gullna setning: "enn til örfáir miðar í kvöld" (lesist: við erum í vandræðum með að selja síðustu 3000 miðana). Læt FM er sett í yfirgír, saumaklúbbarnir virkjaðir og Mogginn fullkomnar samsærið með því að birta frétt næsta dag um að "stórstjarnan" hafi spilað hörku tónleika "frammi fyrir fjölda áhangenda sinna hér á landi". Það er allt gert til þess að þeir sem ekki fóru fái samviskubit og lofi sjálfum sér að mæta þegar næsta "stórstjarna" mæti á Klakann (lesist: leysir út innstæðuna sína í Leynibankanum). Það hafðist nú sem fyrr.

Og Hr. Ölátur hugsar með sér að á meðan gamla myglaða mjölið rokseljist er engin ástæða til að prófa að selja eitthvað ferskt og framandi, sem er ekki alveg meinstrím en er verulegt krydd í tilveruna. Í besta falli einhverjir kverúlantar sem muni kaupa það í litlu magni, ekkert upp úr því að hafa. Og þó, ef þeir slysast til að flytja inn einn ferskan rétt sem selst er sá réttur borinn fram aftur og aftur. Fjölbreytni, hvað er það? Nei, gullna reglan er sú að því meiri mygla, því meiri gróði, og allir eru ánægðir. Ekki satt?

þriðjudagur, september 20, 2005

My name is Björk, ----- Björk


David Arnold gerði stórgóða 007 cover plötu um árið sem var í miklu uppáhaldi hjá mér. Veit ekki hvort það hafði einhver áhrif á Broccolið, en síðan hefur hann alfarið séð um tónlistina í téðum myndaflokki. Meðal þeirra sem David fékk til að syngja á plötunni var Björk sem tók lagið You Only Live Twice. En áður en platan kom út var lagið tekið af plötunni. Það er þó komið fram nú og má nálgast það hér. Spurning fyrst hún ekki vill syngja James Bond lög hvort hún leiki ekki bara fúlmenni í næstu mynd (sem ku vera Casino Royale og tökur eru að hefjast á um þessar mundir þó enn sé ekki búið að finna Bond sjálfan). Grace Jones var alla vega flott í A View To a Kill.

mánudagur, september 19, 2005

Uppgötvun vikunnar: Billy Idol VH-1 Storytellers


Gamalt og týnt: Ég rakst á þennan disk í síðustu viku eftir að kunningi minn kvartaði yfir því að unplugged diskurinn með Billy Idol væri ófáanlegur. Ég hafði ekki hugmynd um að Billy karlinn hefði gert svoleiðis disk og fór því á stúfana að athuga hvort ég gæti ekki fundið þennan dýrgrip.
VH-1 sjónvarpsstöðin gerði seríu í anda Unplugged seríunni hjá MTV, og kölluðu þetta Storytellers. Hérna stígur gamla brýnið og átrúnaðargoðið Billy Idol á stokk og flytur nokkur af sínum bestu lögum í skemmtilegum útsetningum. Þessi plata er frekar mistæk en góðu lögin á henni eru alger snilld og ómissandi fyrir gamla Billy aðdáendur. Tóndæmi: White Wedding

Tónleikaupprifjun: Decemberists, Irving Plaza, New York, 4. Maí 2005

Decemberists voru nýbúin að gefa út plötuna Picaresque á þessum tíma. Þau eru mjög skemmtileg á sviði og héldu uppi góðri stemmingu. Lagavalið var þannig að um helmingur laganna var af nýju plötunni og restin góðir slagarar af fyrri plötum. Það besta við þessa tónleika var þau kynntu fyrir okkur "instant live" kerfið, þar sem tónleikarnir eru teknir upp og skrifaðir á geisladiska um leið og þeim lýkur. Þarna gafst okkur tækifæri til að kaupa tónleikana og hlusta á seinna sem er alger snilld. Hér er tóndæmi af þessum diskum, stelpa sem var að byrja í hljómsveitinni á þessum tíma ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og spreytir sig á gamla laginu Wuthering Heights með Kate Bush. Diskarnir eru mjög skemmtilegir, nokkuð óklipptir þannig að röflið í Colin milli laga fær að njóta sín, eitthvað sem átti vel við á þeim tíma og er skemmtilegt að rifja upp, en myndi vafalaust vera klippt út ef þetta hefði verið pródúserað.

mánudagur, september 12, 2005

iPod nano


Þetta er flottasti iPod, nei tek það aftur, flottasti ferðaspilari ever! Hann er svo lítill, svo þunnur, svo flottur. Að vísu bara mest 4 gígabæt en það er samt nóg fyrir 2ja sólahringa stanslausa spilun. Settu helming undir allt nýjasta stöffið og láttu iTunes velja fyrir þig einn sólarhring af eldra stöffi af handahófi. Farðu svo hringveginn í rútu og uppgötvaðu gamla plötusafnið þitt upp á nýtt.
5 stjörnur!

Gaman í lúðrasveit

Ég fór í 12 tóna í dag að ná mér í nýja Sigur Rósar diskinn (ath, 500 kall auka fyrir sérútgáfuna er algjört ripoff, dómur eftir margar hlustanir í fyrsta lagi) og stóðst ekki mátið og náði mér í diskinn hans Benna Hemm Hemm í leiðinni. Ég sá hann spila með bandinu sínu á Sirkus á Menningarnótt og fórst þeim það svona ljómandi vel úr hendi. Þetta er stuðplatan í ár. Gamlir og nýjir slagarar í bland, þó aðallega eftir Benna og útsettir af meðlimum hljómsveitarinnar fyrr og nú. Skemmtilegt brass og söngurinn er tilfinningaríkur, svo mjög að ég hélt fyrst að hann hefði fengið Pál Óskar til að syngja með/fyrir sig. Það var gaman í lúðró í gamla daga. Ekkert að því.

sunnudagur, september 11, 2005

Tónleikar: Idlewild og Bloc Party

Ég var í New York í síðustu viku sem oftar og komst á tvenna tónleika.

Idlewild, Irving Plaza, 7. sept
Skosku rokkararnir í Idlewild eru í einhvers konar tilvistarkreppu. Fjórða plata þeirra, Warnings/Promises, kom út í Bandaríkjunum sl. þriðjudag og daginn eftir sá ég þá á Irving Plaza. Ég hafði reyndar keypt þessa plötu fyrir allmörgum mánuðum enda kom hún út í Evrópu í Mars. Mörgum finnst þeir hafa fjarlægst uppruna sinn á þessari plötu, minna rokk en meira MOR. Útlitið hefur líka breyst. Roddy Woomble er kominn með slétt sítt að aftan og yfirvaraskegg. Hann lítur út fyrir að koma beint af settinu í Boogie Nights þar sem hann hefði smollið inn í hlutverk sem statisti í 70s klámmynd. Það var erfitt að gera sér grein fyrir hvað hann var að hugsa þegar hann horfði yfir salinn með hálf smeðjulegu glotti. Var hann að hugsa hvað hann elskaði Rock'n'Roll eða var hann að spá af hverju salurinn var rétt rúmlega hálffullur. Fyrir 2 árum ritaði New York Times grein um Idlewild þar sem þeir sögðu það hálgerðan glæp að þeir væru ekki með stærstu hljómsveitum í heimi. Þá áttu þeir ekki í vandræðum með að fylla Irving 2 kvöld í röð. Harður kjarni aðdáenda lét það sig þó engu skipta. Þeir keyrðu í gegnum slatta af nýja efninu og það ágætlega. En það voru samt lög eins og Rosability og American English sem kveikti í fólkinu enda góðir rokkarar og minnismerki um hvað þessi hljómsveit stóð fyrir þegar þeir voru á þröskuldi frægðarinnar, sem aldrei kom.

Block Party, Roseland Ballroom, 9. sept
Bloc Party er hinsvegar á fullri ferð í átt að heimsyfirráðum. Þrátt fyrir stærðina á Roseland náðu þeir að skapa góða stemningu með kraftmikilli keyrslu og pottþéttu sándi. Fyrirfram hafði ég búist við að þeir keyrðu í gegnum einu plötuna sína og þetta tæki um klukkutíma. En alldeilis ekki. Þeir tóku tvö ný lög sem ef eitthvað er voru betri en það sem er á Silent Alarm, þróaðri, flóknari og þroskaðri. Held að þeir geti alveg toppað sig á plötu númer 2. Eftir 45 mínútur fóru þeir af sviðinu, komu svo aftur og tóku 4 uppklappslög. Þegar fólkið fór svo að streyma út komu þeir aftur á sviðið öllum á óvörum og tóku enn eitt lag. Hef aldrei orðið vitni af því áður í New York. Eina sem ég hef út á að setja var að þeir kröfðust þess að tónleikagestirnir klöppuðu með a.m.k. þrisvar (það fer alltaf svona pínulítið fínt í mig, minnir mig á sveitaböll með Stuðmönnum í gamla daga og Valgeir kallandi "Er' ekki allir í stuuuþi"). Ekki það að salurinn þyrfti áminningu um að taka vel undir enda sviðsframkoman, krafturinn og tónlistin ein og sér fullfær um að rokka lýðinn. Trommarinn fær þó auka stjörnu enda þéttur með afburðum.

p.s. fyrir Block Party hituðu upp The Kills. Því miður misreiknaði ég tímasetningarnar hjá Roseland og sá aðeins síðasta lagið með þeim og mun því ekki dæma það sérstaklega.

mánudagur, september 05, 2005

List Tónar 2004

Hér koma svo listarnir frá 2004.
Dísa
plötur
Arcade Fire (nýbúin að kaupa og er snilld!!)
Interpol
Modest Mouse
Morrissey
Franz

tónleikar
Coachella
Morrissey
Pixies
Franz
Interpol
Death Cab for Cutie
British Sea Power fannst mér líka nokkuð góðir...

Eyjo
plötur

Arcade
Fire
Interpol
Streets
Walkmen
Modest Mouse
Castanets
Fiery Furnaces
Loretta Lynn
Morrissey
Pinback

tónleikar
Nancy Sinatra
Pixies
TV on the Radio
Decemberists
Clinic
Franz
Libertines

EFP
Her kemur thetta, plotur i stafrofsrod, tonleikar random

plötur

Arcade Fire
!!!
Dungen
Interpol
Junior Boys
Kings of Convenience
Modest Mouse
Pinback
The Streets
Walkmen

tónleikar
Death Cab
Polyphonic
Coachella (Radiohead, Pixies, Kraftwerk)
Walkmen
Franz
Tv On the radio
Pinback
Libertines
Decemberists
Mugison

Siggi
Top 5
Dungen - Ta Det Lungt
Franz Ferdinand
Interpol - Antics
Morrissey - You Are The Quarry
Snow Patrol - Final Straw

Næstu 5
Aqualung - Still Life (kom reyndar aldrei út í USA, en keypti hana á
tónleikum með honum/þeim)
Ben Kweller - On My Way
The Libertines
Luna - Rendezvous
The Killers - Hut Fuss

Byrjað í spilun undir lok árs, en náði ekki nógu mikilli spilun til að
meta hvort ætti heima á listanum: Arcade Fire, The Delgados, Secret
Machines og sitthvað annað

Eftirminnilegustu tónleikarnir (n.v. í tímaröð):

Franz Ferdinand (febrúar, þeir fyrstu af 3 voru þeir bestu)
Shins (maí, sátum við hliðina á Moby)
Polyphonic Spree (hvernig kemuru 24 fyrir á sviðinu í Irving Plaza?)
Snow Patrol (gæinn við hliðna á okkur sem "söng" með í "Run" og fékk
sérstakt tiltal hjá bandinu fyrir)
Morrissey (október, how soon is now?)
Maus (Austurbær, svo ótrúlegt sánd á þessum stað, svo flottir og þéttir)
Interpol (nóvember, stuttir en kúl)

fimmtudagur, september 01, 2005

List Tónar 2003

Nú fer undirbúningur lista ársins að fara á fullt. Í tilefni þess þá gróf ég upp árslistana frá því herrans ári 2003. 2004 fylgir svo í kjölfarið.

Kiddi
Top 5
The Mars Volta - De-Loused in the Comatorium
Radiohead - Hail to the Thief
Belle and Sebastian - Dear Catastrophe Waitress
White Stripes - Elephant
Mogwai - Happy Songs for Happy People

Next 5
Hot Hot Heat - Make up the Breakdown
Stellastarr* - Stellastarr*
Maus - Musick
Tindersticks - Waiting for the Moon
Black Rebel Motorcycle Club - Take Them On, On Your Own

Honorable Mentions
Grandaddy - Sumday
Botnleðja - Iceland National Park
Bonnie Prince Billy - Master and Everyone

Lög ársins:
Mývatnssveitin + Hvar er húfan mín. Stundum er svo gott að eiga
r¡kisútvarp...

Vonbrigði ársins:
Mars Volta tónleikar. Þvílíkt og annað eins rúnk og rugl! Þetta fór
nú samt verr í marga aðra en mig það kvöldið.

Eftirminnilegir tónleikar:
Interpol (Irving Plaza. ahh... fyrsta skipti? er alltaf best, Hammerstein
tónleikarnir voru góðir en ekki nærri eins góðir og Irving Plaza)
Built to Spill (Irving Plaza. Himnesk hljómsveit, getur ekki klikkað)
Stellastarr* (Pianos. p¡nul¡till staður og stemning f¡n - betra en þegar þau hituðu upp fyrir Raveonettes. Bowery einnig eru tónleikar með þeim og slatta af öðrum böndum einhvers staðar ¡ Brooklyn minnisstæðir vegna hins ógleymanlega fótó-m¢ments með Carlos úr Interpol: "We're from Iceland, can we take a picture?"!)
Blonde Redhead + Sleater-Kinney (Roseland Ballroom. BR er snilldarband og ekki skemmdi stelputrukkarokk S-K fyrir)
Belle & Sebastian (Town Hall. Komu skemmtilega á óvart og náðu upp svaka stemningu meðal dannaðra áhorfenda).

EFP
Top 5
The Shins - Chutes To Narrow
Belle and Sebastian - Dear Catastrophe Waitress
The Wrens - The Meadowlands
Pinback - Offcell
The Postal Service - Give Up

Next 5
Ted Leo & The Pharmacists - Hearts of Oak
Broken Social Scene - You Forgot It in People
Manitoba - Up in flames
Blur - Think Tank
Starlight Mints - Built on Squares

Honorable mentions
!!! - Me and Guiliani down by the schoolyard
Stellastarr*
Stephen Malkmus and the Jicks - Pig Lib
The Unicorns - Who Will Cut Our Hair When We're Gone?
The Rapture - Echoes
Maus - Musick

Lag ársins
Ást á pöbbnum

Vonbrigði ársins
Liverpool

Eftirminnilegir tónleikar
Primal Scream (Irving Plaza - allt er fertugum fært)
Shins (Bowery Ballroom - Aftur i februar!!!)
Stellastarr* (Luna Lounge - snilld)
The Music (Bowery Ballroom - Hressir strakar med sítt hár)
Polyphonic Spree (Summer Stage - 25 manna rokkhljomsveit, ha!)
Radiohead (Giants Stadium - Trúarleg upplifun)
Supergrass (Irving Plaza - Thakka Sigurdi)
White Stripes (Hammerstein Ballroom - Hjónin klikka ekki)
Interpol (Hammerstein Ballroom - Styd audvitad vid bakid a Carlos vini okkar)
Belle and Sebastian (Town Hall - Ung stulka nadi baedi ad hneyksla salinn
med spastískum dansi og heilla med dillandi söng)

Siggi
Top 5
Belle and Sebastian - Dear Catastrophe Waitress
Grandaddy - Sumday
The Shins - Chutes To Narrow
The Strokes - Room On Fire
The White Stripes - Elephant

Next 5
Idlewild - The Remote Part
Longwave - The Strangest Things
Maus - Musick
The Raveonettes - Whip It On
Stellastarr*

Honorable mentions
Black Revel Motorcycle Club - Take Them On On Your Own
The Kills - Keep On Your Mean Side
Placebo - Sleeping With Ghosts
The Postal Service - Give Up
The Raptures - Echos
Singapore Slings - The Curse of Singapore Sling
The Thrills - So Much For The City

Vonbrigði ársins
Radiohead
Travis

Eftirminnilegir tónleikar
Badly Drawn Boy (Bowery Ballroom; 3 t¡mar standup comedy með söng!)
Björk og Sigur Rós (Coney Island; áfram Ísland!)
The Fakers (Lit; ¢ j , þið vitið af hverju!)
Idlewild (Irving Plaza og Coney Island; báðir frábærir. Sáum svo Carlos eftir CI)
Interpol (Hammerstein; Carlos er cool, eins og klipptur út úr willta westrinu)
Joe Jackson (Roseland; maðurinn er goðsögn í lifandi lífi)
Johnny Winter (Summer Stage; hann hlýtur að deyja á þessu ári)
Longwave (Bowery Ballroom; þessir eiga það skilið að meika það)
Luna (The Knitting Factory; hey, þessir meikuðu það aldrei en eru (voru) frábærir!)
Paul Weller (Hammerstein: w. band; kallinn er flottur, það verður ekki af honum tekið)
Primal Scream and The Kills (Irving Plaza; The Kills heilluðu mig)
The Rapture (Roseland; hituðu upp fyrir The Mars Volta, gleymum þeim)
The Shins (Bowery Ballroom, tvisvar; sá síðari kannski betri. Förum aftur í Febrúar?)
Stellastarr* (w. Placebo @ Webster Hall; Amanda, need I say more....)
The Strokes (Madison Square Theater; v , sætar stelpur!)
White Stripes (Roseland; getnaðarlegri trommara finnur þú varla)

Eyjo
Notadi allar tiltækar skóflur en náði ekki að grafa upp.

Hér annars merkilegt hvað hann Carlos karlinn hefur verið stór hluti af tilverunni þarna um árið.