miðvikudagur, janúar 25, 2006

´79 af stöðinni

Janúar er undarlegur mánuður. Þetta er nokkurs konar breytingartímabil úr eldra ári yfir í nýtt. Tilnefningar um besta þetta og hitt á síðasta ári eru enn að koma inn. Kaiser Chiefs fá flestar tilnefningarnar til Brit verðlaunanna, en Franz Ferdinand, Oasis og Arctic Monkeys koma þar á eftir. Kemur svo sem ekki á óvart. Kaiser Chiefs eru eiginlega hin fullkomna popprokksveit sem á sér ríka hefð á Bretlandi og nýtur þar mikillar virðingar og vinsælda, ekki aðeins meðal gagnrýnenda heldur líka meðal almennins. Þeir minna mig dálítið á Madness á sínum upphafsárum, ekki endilega tónlistin sem slík þótt eitt og eitt lag gæti alveg smollið á plötu með Madness, heldur umgjörðin, myndböndin og tónleikaframkoman. Báðar sveitirnar eru hæfilega villtar og endurspegla þessa "nutty" hlið á Tjallanum, sem ber að fagna.

En janúar er líka tími fyrir nýtt efni. Arctic Monkeys hefðu svo sem getað tekið Tjallann með trompi hvaða mánuð sem er. Þeir endurtóku leikinn frá I Bet You Look... og smelltu When The Sun Goes Down beint á toppinn í Bretlandi. LP plata þeirra endurtekur svo leikinn í næstu viku enda selst hún í bílförmum. Ég veit ekki alveg hvað ég á að halda um Arctic Monkeys - grannir bólugrafnir unglingar sem spila áheyrilegt rokk með þokkalega vitsmunalegum textum. Tilkoma þeirra minnir mig á 2 hljómsveitir sem báðar tröllriðu breskum tónlistarheimi um stund en áttu mismundani örlög. Þar á ég við The Jam og The Police. Annars vegar staðið fast á sínum prinsipum í 30 ár þótt það kosti sitt, og hins vegar farið í leit að heimsfrægð með tilheyrandi vörpun yfir í "gáfumannapopp" (það síðara má jafnframt kalla Coldplay sindrómið). Við sannarlega vonum að Arctic Monkeys njóti sinnar skjótu frægðar, hver svo sem örlög þeirra verða er fram líða stundir.

föstudagur, janúar 06, 2006

Heitur vetur

Tvær ungar hljómsveitir sem miklar vonir eru bundnar við eru að senda frá sér efni þessa dagana.

Boy Kill Boy: Ekki neitt venjulegt strákaband. Þessir strákar frá austur London gáfu út sína fyrstu smáskífu Suzie í maí í fyrra, önnur smáskífan Civil Sin kom út í september. Hvorug skífan komst þó á top 40 í Bretlandi. Nú hefur NME farið lofsamlegum orðum um þessa stráka, þeir komnir á alvöru plötusamning hjá Vertigo, sem m.a. annast Razorlight og The Killers, og athyglin á þá stráka hefur aukist verulega. Næsta smáskífa þeirra Back Again verður gefin út þann 13. febrúar og þá jafnframt túrað um Bretland fyrir fullu húsi.

Arctic Monkeys: Þessa stráka þarf varla að kynna. I Bet You Look Good on the Dancefloor fór beint á toppinn í Bretlandi, þökk sé mikilli umfjöllum um þá á ýmsum spjallrásum vefsins. Í kjölfarið fylgdi mikil umfjöllun alls staðar og einnig sá heiður að opna þátt Jools Holland og flytja þar 3 lög. Eftirvæntingin eftir þessum strákum er slík að útgáfu plötu þeirra, Whatever People Say I Am, That's What I'm Not, hefur verið flýtt um viku og kemur út þann 23. janúar. Næsta smáskífa, When The Sun Goes Down, kemur út þann 16. janúar og verður að teljast líkleg til að endurtaka afrek I Bet You Look... Sjáum hvað setur.

New York, London, Paris, Munich

Ritstjórn músarinnar magnúsar kom saman milli jóla og nýárs og spilaði hið ágæta spil Popppunkt. Að þessu sinni var keppnin jafnari en nokkru sinni og margar níðþungar spurningar steinlágu. Popppunktur er fyrirtak til að rifja upp gamla hluti sem maður hafði gleymt eða ekki hugsað um í mörg ár. 2 spurningar um þá ágætu hljómsveit M og lagið Pop Muzik fékk hug minn til að reika mörg mörg ár aftur í tímann. Ég vissi samt ekkert um M nema þetta eina lag. Ég ákvað því að kynna mér málið.

M er afkvæmi breska listamannsins Robin Scott. Saga hans er um margt mjög áhugaverð. Hann kynntist Malcolm MacLaren í lok sjöunda áratugarins, var boðið að koma að rekstri búða hans (sem áttu sinn þátt í sögu Sex Pistols), en hafnaði til að sinna eigin listaferli. Næstu árin vinnur hann að ýmsum verkefnum, semur m.a. rokksöngleik og starfar við upptökustjórn. Árið 1979 sendir hann frá sér lagið Pop Muzik undir nafninu M. M er tilvísun í M merkið á Metro stöðvum Parísar, þangað hafði Scott flutt nokkru áður og bjó með Brigit Novik, franskri söngkonu sem söng bakraddir í Pop Muzik. Pop Muzik var í senn framúrstefnuleg rafeindatónlist fyrir þann tíma og fullkomið popplag. Textinn var hálfgert rugl sem allt að því spáði fyrir um eigin vinsældir: New York, London, Paris, Munich - Everybody's talking about (M) Pop Muzik. Lagið varð enda geysilega vinsælt beggja vegna Atlantshafsins, komst m.a. í annað sæti breska vinsældarlistans. Í kjölfarið kom platan New York, London, Paris, Munich. M hélt áfram að senda frá sér smáskífur og breiðskífur, en með litlum árangri. Ævintýrið stóð stutt og má segja að hafi endað með 4. plötunni sem útgáfufyrirtækið ákvað að gefa ekki út í Bretlandi, en hún kom þú út víða annars staðar. Endurbreytt útgáfa Pop Muzik komst aftur á vinsældarlistana árið 1989, en sú útgáfa hefur ekki þótt standast tímans tönn eins og upprunalega útgáfan hefur gert. Árið 1997 notaði U2 Pop Muzik til að opna Popmart tónleikaferð sína sem aftur vakti athygli á M, en lítið hefur farið fyrir M síðan. Robin Scott er enn að vinna að tónlist, hefur m.a. gert plötu með afrískum tónlistamönnum og unnið með dóttur sinni sem er söngvari.

Í gegnum tíðina spiluðu ýmisir áhugaverðir listamenn á plötum M. Þar á meðal Phil Gould, sem síðar varð trommari Level 42 sem þá hafði ekki enn verið stofnuð. Hann kynnti einnig vin sinn Mark King, bassaleikara og söngvara Level 42, fyrir Robin Scott. Þeir tveir héldu áfram að spila inn á plötur M jafnvel eftir að Level 42 voru sjálfir orðnir vinsælir. Þá spiluðu einnig nokkrir meðlimir Yellow Magic Orchestra inn á einhverjar plötur, en
Scott hafði áður pródúserað ásamt öðrum plötu með Ruichi Sakamoti, sem síðar varð þekktur sem forsprakki YMO. Af öðrum sem komu við sögu má nefna Adrian Below gítarleikara David Bowies, Thomas Dolby hljómborðsgúru, Andy Gill gítarleikara Gang of Four og Bowie sjálfan, en hann var um tíma nágranni Scott í Montreux Sviss og ljáði nokkur handklöpp á fyrstu plötu M.

Pop Muzik má finna hér í takmarkaðan tíma

M.a. bygg á http://www.nexus-pt.com/intermission/histfact.htm

þriðjudagur, janúar 03, 2006

Árslistinn 2005 - Eyjo

Góðar plötur sem voru gefnar út á árinu (í slembiröð):
The Boy Least Likely To - The Best Party Ever
Andrew Bird And The Mysterious Production Of Eggs
Clap Your Hands Say Yeah! - Clap Your Hands Say Yeah!
Architecture In Helsinki - In Case We Die
Decemberists - Picaresque
Anthony & The Johnsons - I Am A Bird Now
Sufjan Stevens - Illinoise
Wolf Parade - Apologies To Queen Mary
Kaiser Chiefs - Employment
Bright Eyes - I'm Wide Awake It's Morning
Bloc Party - Silent Alarm

Merkilegir tónleikar:

White Stripes - Laugardagshöllin. Góðir tónleikar, Mr. White er rokk.

Block Party - Roxy on Motherfokking Presidents Day Party. Þeir eru æði.

Anthony & The Johnsons - Fríkirkjan. Maður verður væminn við að hlusta á hann. Maður verður meira væminn í Fríkirkjunni heldur en Nasa.

Decemberists - Irving Plaza New York. Nýr fiðluleikari sem söng Wuthering Heights eins og hún væri andsetin af K.Bush. Snilld.

New Order, Hammerstein Ballroom NY. Jamm, New Order. Í Hammerstein. Blue Monday. Líka snilld.

Bright Eyes - Webster Hall New York. Merkileg vonbrigði, bara dót af Digital plötunni hans. Leiðinlegt. En samt besta kvöld í heimi afþví Liverpool urðu Evrópumeistarar. Jahérna, hvern hefði grunað???

Clap Your Hands og Ratatat - Nasa á Airwaves. Eða svo er mér sagt... ég komst ekki inn því ég sat fastur í röð fyrir utan...