fimmtudagur, desember 29, 2005

Big in Fjarkasistan

Nú þegar allir keppast við að taka saman lista yfir það besta á þessu ári sem er að líða, kemur að þessu óumflýjanlega - blöðin halda áfram að segja okkur fréttir af því að Landinn sé bestur í heimi. Það er engu til sparað að finna sannanir þar um og vitnað í blöð á við Des Moines Register og Winston-Salem Journal þessu til stuðnings. Niðurstaðan: Sigur Rós og Emilíana eru best! Það verður bara að segjast eins og er, þessar borgir í Iowa og North Carolina hafa hingað til ekki þótt nafli alheimsins og íbúar þessara fylkja almennt ekki taldir heimsborgarar. Það er hins vegar ekki vitnað í önnur blöð og vefsíður þar sem, með fullri virðingu fyrir Sigur Rós og Emilíönu, þau komast ekki jafn ofarlega á blað. Með þessu eru íslensku blaðamennirnir vísvitandi að sýna okkur bjagaða mynd af heiminum. Afleiðingin er sú að fullir Íslendingar á barnum á Spáni næsta sumar röfla kokhraustir við útlendingana um hve Við erum frábærust í heimi; með sætustu stelpuna, sterkasta strákinn, hreinasta vatnið, ríkustu bankana og bestu hljómsveitirnar. Áfram Ísland!

föstudagur, desember 16, 2005

Árslistinn 2005 - EFP

Þar sem að árslistarnir eru farnir að berast hérna inn þá held ég að mér sé ekki til setunnar boðið. Síðastliðið ár var einstaklega gjöfult hvað músíkina varðar. Endaði með að gera topp 30 lista þar sem ég vildi ekki skilja einhvern snillinginn út undan. Hér kemur listinn fyrir árið 2005.

30-21
30. Depeche Mode - Playing the angel
29. Art Brut - Bang bang rock and roll.
28. Bright Eyes - It’s wide awake, it’s morning.
27. Out Hud - let us never speak of it again.
26. Death Cab for cutie - Plans
25. Broken Social Scene - Broken Social Scene
24. Caribou - the milk of human kindness
23. M Ward - Transistor Radio
22. Spoon - Gimme Fiction
21. Sons and daughters - Repulsion Box

20-11
20. Stephen Malkmus - Face the truth
19. Kimono - arctic death ship
18. Micah p. Hinson - and the gospel of progress
17. Franz Ferdinand - You could have it so much better.
16. Lou Barlow - Emoh
15. Chin up Chin up
14. Block Party - Silent Alarm
13. White Stripes - Get behind me Satan
12. Queens of the Stone Age - Lullabies to Paralyze
11. The New Pornographers - Twin Cinema

10-1
10. Andrew Bird and the mysterious production of eggs.
9. Gorillaz - Demon Days
8. Antony and the Johnsons - I am a bird now.
7. The boy least likely to - the best party ever
6. Calla - Collisions
5. Clap Your Hands Say Yeah - Clap Your Hands Say Yeah
4. Decemberists - Picaresque
3. Architecture in Helsinki - In case we die
2. Wolf Parade - Apologies to the Queen Mary
1. Sufjan Stevens - Illinois

Tónleikar
Tony og Synir Jóns, Fríkirkjunni.
Architecture in Helsinki, Nasa.
Sigur Rós, Hollywood Bowl LA.
Decemberists, Irving Plaza NY.
New Order, Hammerstein Ballroom NY.
White Stripes, Höllinni.

Hjartaylur ársins
Liverpool, Crouch meira að segja farinn að ylja manni.

Pirringur ársins
Airwaves. Óþolandi að sjá ekki Claps og Ratatat.

þriðjudagur, desember 13, 2005

Hljómsveitanafnaþraut


Virgin Digital er með ansi sniðuga þraut á síðunni sinni. Þeir hafa falið um 70 vísanir í hljómsveitarnöfn í eftirfarandi mynd, fínt að liggja yfir þessu þegar maður er búinn að leysa myndagátu morgunblaðsins.

Jólin eru að koma!

Jæja, nú eru jólin að nálgast og jólalögin eru farin að hljóma. Sem betur fer er hægt að finna ýmsar gersemar í allri jólalagageðveikinni þannig að maður þarf ekki vera fastur í jólastemmingu með Siggu Beinteins eitt árið í viðbót (nema náttúrulega að maður kjósi það...).

Fyrst skal nefna Sufjan Stevens. Sufjan er gríðarlega duglegur strákur, hann er önnum kafinn við að semja plötur fyrir öll fylki Bandaríkjanna, en hann fann sér samt tíma (3 ár í röð) til að setja saman jólaplötur. Það er hægt að nálgast þessa dýrgripi á alnetinu. Ég mæli eindregið með laginu "I saw three ships" af Vol. 2 og svo jólalaginu mínu þetta árið: "O holy night" af Vol. 3.

Næst koma Belle & Sebastian. John Peel heitinn var jólastrákur og hélt jólapartí þann 18. desember 2002 þar sem B&S spiluðu. Þar tóku þau klassísk jólalög í bland við eigið efni. Þetta er skemmtilegt stykki og gott innlegg í jólaplötuflóðið.

Síðast en ekki síst verður að nefna Bright Eyes. Árið 2002 var gríðarlega gott í jólaplötuútgáfu. Sufjan gaf út Vol 2. af jólaplötunum sínum, Peel hélt jólapartí með Belle & Sebastian og Bright Eyes gat ekki verið minni maður svo hann gaf einnig út jólaplötu, sem heitir því frumlega nafni "A Christmas Album". Jólalögin eru frábær vettvangur fyrir Bright Eyes, þessi litli viðkvæmi tilfinningastrákur nýtur sín gríðarlega vel í jólastemmingunni.

Allrasíðast en ekki allrasíst þá eru 2 lög sem eiga það skilið að á þau sé minnst. Tom Waits hitti blindu strákana frá Alabama og tók með þeim lagið "Go Tell It On The Mountain" af samnefndri plötu. Death Cab For Cutie tóku lagið "Baby Please Come Home" og tryggðu sér með því einokunaraðstöðu í hljómkerfi Gap-búðanna um allan heim þau jólin.

sunnudagur, desember 11, 2005

Árslistinn 2005 - Siggi

Ekki alveg komin áramót, en held að þetta sé að koma...
(gætu samt komið endurbætur síðar)

Topp 5 plötur (stafrófsröð)
Bloc Party - Silent Alarm
Bright Eyes - I'm Wide Awake, It's Morning
Clap Your Hands Say Yeah
Kaiser Chiefs - Emplyment
Sufjan Steven - Illinois

Næstum...
Anthony and the Johnsons - I'm a Bird Now
Benni Hemm Hemm
Doves - Some Cities
Franz Ferdinand - You Could Have It So Much Better
The National - Alligator
The Rakes - Capture/Release

Tónleikar ársins
Calexico/Sufjan Stevens/Iron Wine - Webster Hall, NY - meiriháttar tónleikar. Eru á toppnum þetta árið.
Hermigervill/Architectures in Helsinky - Iceland Airwaves - þetta var það næst besta
Benni Hemm Hemm - Sirkus menningarnótt/Grand Rokk - pottþétt tónleikaband (dáist að sílófónleikaranum, sem mætir til að spila í fyrstu 2 lögunum, svo situr þolinmóð þangað til í síðasta lagi - talandi um að fórna öllu fyrir tónlistina)
Gang of Four - Fuji Rock Festival - maður er ungur í annað sinn að hlusta á þessi gamalmenni
Sonic Youth - NASA - ...og sumir klifra súlur með gítarinn framan á sér í nafni sköpunar. 20 mínútna tónlistartilraun í lokin var samt meira en ég gat tekið.
Bloc Party - Roseland NY - rokkarar af líf og sálu

Kötturinn í Sekknum ársins
Bright Eyes, Webster Hall - Kannski var það bara af því Liverpool varð CL meistari það sama kvöld, en held samt meira vegna þess að hann tók bara lög af Digital Ash in Digital Urn og ekkert af It's Morning I'm Wide Awake, sem er miklu betri...

miðvikudagur, desember 07, 2005

Tónleikar: Webster Hall, NY, 5. des 2005

Það var með nokkurri eftirvæntingu sem ég fór á Webster Hall á mánudagskvöldi. Hljómsveitirnar Calexico og Iron and Wine höfðu sameinast um tónleikaferð. Það hafði líka fréttst að þetta kvöld yrði ákveðinn leynigestur. Vildi ég ómögulega missa af honum, því mætti ég tímanlega. Meira um leynigestinn síðar.

Calexico voru fyrst á svið eftir hillbillies upphitunarband frá New York. Tónlist þeirra er mjög áhuaverð blanda af suðrænum áhrifum, amerísku kántri og indie hljómum. Tóku þeir nokkur lög af eldri plötum sínum og einnig nýrri lög. Nýrri lögin skáru sig nokkuð úr fyrir að vera rokkaðri, enginn stálgítar eða trompetar. Af eldri lögunum var eftirminnilegast gamla Love lagið Alone Again Or, í frábærri útsetningu. Þeir enduðu svo á Guero Canelo af Feast of Wire plötunni í frábærri langri útgáfu þar sem meðal annars Salvador Duran, eldri virðulegur S-Ameríkanai, rappaði með og gaf taktinn, ef þannig má að orði komast, með gómhljóðum. Frábært prógram hjá þeim.

Salvador þessi tók svo nokkur lög sóló. Skemmtilegt innlegg sem jók fljölbreytnina þetta kvöld.

Þá var kynntur leynigesturinn sem áður var minnst á. Sufjan Stevens hvorki meira né minna. Amazon.com valdi nýverið plötu hans Illinois plötu ársins, breska tímaritið Mojo setti hana í annað sæti (á eftir Arcade Fire, sem reyndar kom út árið 2004 í Vesturheimi). Flutti hann 2 lög á kassagítar ásamt söngkonu. Fyrst var það Casimir Pulaski Day af Illinoise. Þá lag sem hann frumflutti á tónleikum. Náði ég ekki nafninu á því, en kom þar við sögu Arkansas fylki, sem gefur kannski fyrirheit um hvað næsta plata fjallar um. Sufjan hélt salnum í gíslingu ef svo má að orði komast. Allir hlustuðu með andakt og var honum fagnað gríðarlega eftir hvort lag. Því miður spilaði hann bara tvö lög, en ég tek tvö lög með honum hvenær sem er ef aftur býðst.

Iron and Wine voru næstir. Lengst af voru það bara forsprakkinn Beam á kassagítar ásamt söngkonu, en ýmsir meðlimir Calexico voru að sniglast hringum sviðið og spila með í sumum lögunum. Satt að segja fannst mér prógram þeirra helst til tilþrifalítið og voru margir aðrir á því, að minnsta kosti var mikið um hæðnisköll úr sal þar sem sett var út á klæðaburð Beams.

Eftir um klukkutíma kom svo Calexico fram á sviðið í heild sinni og báðar hljómsveitirnar tóku lög af sameiginlegri plötu þeirra In the Reins, auk eins covers lags, Velvet Underground lagið All Tomorrow's Parties. Þó þetta hafi verið áhugaverðara en Iron and Wine náðu þeir ekki sama flugi og Calexico einir áður. Í heildina séð voru þetta mjög góðir tónleikar og eins gott að ég mætti snemma svo ég missti ekki af því besta.