föstudagur, janúar 16, 2009

2009 - Er það eitthvað?



Nú þegar árið 2008 hefur verið gert upp þá er ekki úr vegi að líta fram á við og kanna hvað árið 2009 hefur upp á að bjóða.

Svo virðist reyndar sem að plata ársins sé þegar komin út sbr. Forkinn. Þessi sveit hefur reyndar ekki enn náð að heilla Pallason upp úr skónum en nýja platan er þó komin í hlustun og hljómar vel. Geri þó ekki ráð fyrir að hún nái inn á topp 10 þetta árið.

Á næstu vikum er svo eitt og annað bitastætt að detta inn. Vinir mínir í Franz Ferdinand eru að fara að koma með plötu núna í lok janúar. Heyrist þeir vera í sama fíling og á síðustu plötum, kannski komið aðeins meira rafmagn í spilið en annars er þetta bara tónlist sem fær mann til að dansa með löppunum. Þykir nýja lagið reyndar með því betra frá strákunum.

Antony and the Johnsons eru svo að detta inn með skífu. Bíð fremur spenntur eftir henni þar sem flest sem Tony hefur komið nálægt upp á síðkastið er gríðargott, sbr Hercules and Love Affair, Michael Cashmore ...

Í janúar má svo nefna A.C. Newman (söngvara New Pornographers) og Andrew Bird sem hefur verið að gefa út glimrandi skífur upp á síðkastið. Af öðrum einyrkjum má nefna M. Ward sem setur sinn grip í hillur í febrúar. Hér er nýjasta smáskífan hans.

Kanadamenn munu ekki láta sitt eftir liggja þetta árið. Töluvert hefur verið hæpað um hljómsveitina Bruce Peninsula. Gripurinn er kominn í hús og hér er á ferðinni ein af þeim plötum sem vinnur á við hverja hlustun. Þetta er einhvers konar blanda af Tom Waits, Polyphonic Spree og dass af indí. Lagið Inside/Outside í uppáhaldi. Aldrei að vita nema að þetta endi á listum í lok ársins.

Wolf Parade klanið er svo að koma með a.m.k. tvær plötur á árinu. Handsome Furs (Dan Boeckner, önnur söngpípa WP ásamt Spúsu) ríða á vaðið í febrúar með Face Control og Swan Lake (Spencer Krug, hin söngpípa WP ásamt félögum) fylgja svo í mars. Veit ekki hvort að þetta sé of mikið af WP á svona stuttum tíma.

Decemberists detta svo inn með skífu í mars. Fannst þau satt besta að segja vera orðin fremur einhæf á síðustu plötu en miðað við nýjasta lagið þá er þetta eitthvað.

Af öðrum má nefna

Mozzerinn – „Years of refusal“. Snertir alltaf taugar kappinn. (feb)

Royksopp – Junior. Fínt nýja lagið. (mars)

The Boy Least Likely To – Detta inn með plötu í mars. Síðasta plata var þrusugóð og eftirvæntingin því nokkur.

Depeche Mode - Sounds of the Universe. Hrikalegur titill en alltaf spenntur að heyra nýtt efni frá DM. (apr)

Tortoise – Alltaf traustir. Nýtt efni í apríl.

Svo auðvitað fullt af einhverju sem maður hefur aldrei heyrt um áður.

þriðjudagur, janúar 06, 2009

Eftirminnilegustu plötur ársins

Ég á ekki auðvelt með að kvantumera tilfinningar mínar, því get ég ekki farið að dæmi Einsa Pallasonar og sett upp svona fínan lista af topp 20 síðasta árs. Ég ætla hins vegar að gera tilraun til að minnast á nokkrar plötur sem ég keypti á síðasta ári og hafði ánægju af. Þær eru hér taldar upp í handahófskenndri röð. Allar þessar plötur keypti ég á vinyl, fyrir utan þá fyrstu.

Vampire Weekend - samnefnt
Ungu strákarnir úr Columbia með hressilegt, afríkskt skotið raggea popp. Vel ígrundað og grúví. Búa nú í Brooklyn, nafli tónlistaralheimsins um þessar mundir.

Sharon Jones - 100 days, 100 nights
Díva ársins. Soul eins og það gerist best, grúví og glamúr. Hafði einnig töluvert gaman af Duffy í soul flokknum, það má koma hér fram.

Dengue Fever - Venus on Earth
World music plata ársins. Sungin jafnt á ensku og kambódísku. Gleðilegt popp sem fær litlu tá til að dilla sér.

Fleet Foxes - samnefnt og Sun Giant EP
Gáfumannaplata ársins.

Hercules and Love Affair
Diskó plata ársins. Tókst það sem Páli Óskari tókst aldrei, þ.e. að taka hommalega rödd Anthonys og spila hana yfir þrusu diskó bíti án þess að það hljómaði einsog karaókí dauðans. Frá Brooklyn, nema hvað.

Calexico - Carried to Dust
Frábær endurkoma þessarar vanmetnu sveitar. Hér blandast saman fyrirtaks indí og mexikósk áhrif svo maður getur ekki annað en látið hugann reika á suðlægari staði.

MGMT - Orcular Spectacular
Enn eitt Brooklyn bandið. Stuð á hormónum, glamúr og gellur. Partýplata ársins.

The Last Shadow Puppets - The Age of the Understatement
Hressilegt 60s skotið popp rokk, trukk og díva. Sandy Shaw hitti Ian Dury. Glæsilegt hliðarspor, og kannski á það bara einmitt að enda þar.

Gömlu-plötu-kaup ársins:
Neil Young - Harvest
Fékk þessa vinyl plötu notaða í Englandi í sumar. Þrátt fyrir undarlega anmarka með sándið í upphafi þá sýnir þessa plata svo sannarlega yfirburði vinylsins. Lagasmíðarnar eru líka ótrúlegar og skil ég ekki hvernig ég gat farið á mis við hana fram að þessu.

föstudagur, desember 26, 2008

Hvað segja rýnendur?

Svona til gagns og gamans þá tók ég saman topp 20 lista nokkurra vel valdra blaða/vefrita og bjó til einhvers konar heildarlista yfir topp 20 plötur ársins. Þarna eru m.a. Pitchfork, NME, Q, Stereogum, Rolling Stone ... Alls 12 stykki. Til gamans má geta þess að platan í toppsæti Einsa Pallasonar lendir í 38 sæti á þessum lista. Hér er svo auðvitað þrælgaman að sjá álfaguttana í Sigur Rós á lista.

1. Fleet Foxes - Fleet Foxes
2. TV On The Radio - Dear Science
3. Portishead - Third
4. Vampire Weekend - Vampire Weekend
5. Lil Wayne - Tha Carter III
6. Bon Iver - For Emma, Forever Ago
7. Kings Of Leon - Only By The Night
8. MGMT - Orcular Spectacular
9. Deerhunter - Microcastle / Weird Era Cont.
10. Glasvegas - Glasvegas
11. Girl Talk - Feed The Animals
12. She & Him - Volume One (Merge)
13. Sigur Rós - Með suð í eyrum við spilum endalaust
14. Coldplay - Viva La Vida Or Death And All His Friends
15. No Age - Nouns (Sub Pop)
16. Santogold - Santogold
17. Bob Dylan - Tell Tale Signs:The Bootleg Series Vol. 8
18. The Last Shadow Puppets - The Age Of The Understatement
19. Nick Cave & The Bad Seeds - Dig!!! Lazarus, Dig!!!
20. My Morning Jacket - Evil Urges

föstudagur, desember 12, 2008

Áramótauppgjör 2008 - Einsi Pallason

Enn er maður nánast að drukkna í skrifum fyrir Músina, en það tókst þó að koma listanum í loftið fyrir árið 2008. Ekkert sérstakt ár í rauninni og listinn því bara upp á 20 sæti þetta árið. En það er auðvitað kreppa og hún hefur áhrif á lista eins og annað.

20-11
20. Death Cab for cutie - Narrow Stairs
19. No Age - Nouns
18. Hot Chip - Made in the dark
17. Pete and the pirates - Little Death
16. Born Ruffians - Red, Yellow and Blue
15. Vampire Weekend - Vampire Weekend
14. Fleet Foxes - Fleet Foxes
13. Plants and animals - Parc Avenue
12. Portishead - Third
11. MGMT - Oracular spectacular
10-1
10. Deerhunter - Microcastle
9. Islands - Arm's Way
8. British Sea Power - Do you like rock music?
7. Cut Copy - In ghost colors
6. The Rural Alberta Advantage - Hometown
5. Wolf Parade - At Mount Zoomer
4. Stephen Malkmus - Real emotional trash
3. Hercules and love affair - Hercules and love affair
2. Tv on the radio - Dear Science
1. The Walkmen - You and me

miðvikudagur, desember 26, 2007

Áramótauppgjör 2007 - EFP


Þar sem maður hefur verið mjög upptekinn við skrif á Músina þá leit ekki út fyrir að listinn kæmist í loftið þetta árið. En það hafðist með aðstoð puttanna. Hér kemur það sem stóð upp úr árið 2007 að mati EFP.

Erlendar:
30-21

30. Spoon - Ga Ga Ga Ga Ga
29. White Rabbit - Forth Nightly
28. Shins - Wincing The Night Away

27. Interpol - Our Love to admire
26. Caribou- Andorra
25. Jens Lekman - Night Falls Over Kortedala
24. Handsome Furs - Plague Park
23. Liars - Liars
22. The good the bad and the queen - S/T
21. Justice - Cross
20-11
20. Winterpills - The Light Divides
19. Explosions in the sky - All of a sudden I miss everyone
18.
Modest Mouse - We were Dead before the ship even sank
17. Bishop Allen - The broken string
16. Blonde Redhead - 23
15. The Twilight Sad - Fourteen Autumns & Fifteen Winters
14. Iron and Wine - The Shepherds Dog
13. Feist - Reminder
12. Kevin Drew - Spirit If
11.
Okkervil River - Stages Names
10-1
10. Pinback - Autumn of the Seraphs
9. The Besnard Lakes - Besnard Lakes are the dark horse
8. Menomena - Friend and foe
7. Deerhoof - Friend opportunity
6. Radiohead - In Rainbows
5. Arcade Fire – Neon Bible
4. Band of horses - Cease to begin
3. Of Montreal - Hissing fauna , are you the destroyer?
2. The National - The Boxer
1. Battles - Mirrored

Innlendar

5. Sprengjuhöllin - Tímarnir okkar
4. Benny Crespo's Gang - Benny Crespo's Gang
3. Skátar - Ghost of the Bollocks to Come
2. Mugision - Moogiboogie
1. Hjaltalín - Sleepdrunk Seasons

Annars gleðilegt ár og jól.

föstudagur, júní 08, 2007

Saga af tveimur turnum

Ég hef áður fjallað um þáttinn Later með Jools Holland sem er sýndur á BBC. Í kvöld voru gestir þáttarins m.a. Paul McCartney og Björk. Það er merkilegt að á undanförnum misserum þegar ég hef horft á þáttinn þá hafa gestir þáttarins komið frá öllum heimshornum, t.d. Mexikó, Brasilíu og ýmsum löndum Afríku, en samt aðallega Bretlandi og Bandaríkjunum. Ég hef ekki séð neina frá Hollandi, Danmörku, Ítalíu, Þýskalandi, Portúgal né Finnlandi, eða öðrum Evrópulöndum utan Bretlands ef því er að skipta. En í annað skipti á nokkrum mánuðum er þarna íslenskur flytjandi, sá fyrri var náttúrulega Sigur Rós. Jools er greinilega aðdáandi Íslands (enda sagðist hann hafa komið hingað í frí fyrir tveimur árum og líkað vel). Sannarlega Haukur í horni þar.

En ég ætlaði að tala um þáttinn í kvöld. Paul var aðal númerið eins og nærri má geta. Hann tók nokkur lög af nýju plötunni sinni. Það fyrsta sem sló mann var hversu staðnaður kallinn virtist vera. Þetta var 100% bítlapopp, bara 40 árum of seint. Textarnir voru svona nokkurn veginn "come dance with me, yeah yeah" og "I missed the train, I'll see you later, yeah yeah yeah". Æi, hvað manni fannst þetta þreytt.

Björk fékk þann heiður að vera númer 2. Hún tók 3 lög. Fyrst var Earth Intruders, þá gamalt Anchor Song. Hún endaði svo á Declare Independence, sem er áskorun á Færeyinga um að lýsa yfir sjálfstæði. Ég hef aldrei verið mikill Bjarkar aðdáandi, og verð það seint. En verð þó að segja að hún skákaði gamla kallinnum algjörlega. Skák og mát. Líflegur flutningur, hátækni hljómtæki, vel frambærileg kvenna brasssveit og alles. En það sem mér fannst samt merkilegast var að í Declare Independence þá kom Paul gamli í mynd þar sem hann sást dilla sér í takt og klappaði hressilega í lokin. Rifjaðist þá upp fyrir mér að Paul sjálfur flutti lag um sjálfstæðibaráttu á sínum mektar árum. Hann hvatti þá Norður Íra til að lýsa yfir sjálfstæði, eða réttara sagt Englendinga (og Skota og Welsara) til að leysa þá undan sínu einoki í laginu "Give Ireland back to the Irish". En þótt Paul hafi horfið af þeirri pólitísku braut og söngli nú bara texta sem ekki einu sinni Nylon myndi dirfast að flytja (jafnvel þótt þeirra markhópur séu 10-14 ára stelpur), þá er maður þó alla vega stoltur af því að vita að Björk muni aldrei leggjast svo lágt. Já, það eru enn til listamenn sem standa fast á sínu. Hið besta mál.

laugardagur, mars 17, 2007

500 mílur

(I'm gonna be) 500 Miles með The Proclaimers er án efa eitt besta popplag sem nokkurn tíma hefur verið samið.

Dara dadda, dara dadda, dara dadddaradaaddara da
.

Þetta viðlag bara límist inn í hausinn á manni. Það lífgar upp á hvert partý, á vellinum, í útilegum, hvar sem er er það ávísun á að stuð og gleði er í vændum.

Nú er komin ný útgáfa af þessu lagi. Í tilefni af Red Nose Day í Bretlandi, grínsistar að safna fé fyrir börn í Afríku, hefur nú verið gerð ný útgáfa af þessu lagi. Þeir sem koma við sögu í þessari útgáfu sem er að frumkvæði Peter Kay, eru m.a. Lou og Andy úr Little Brittain og svo að sjálfsögðu, sjálfir Proclaimers. Í vídeóinu koma svo fyrir mörg önnur kunnugleg andlit, m.a. helstu skemmtikraftar Breta, selebs eins og David Beckham, og svo ódauðlegar persónur eins og Bob the Builder og Pósturinn Páll (en ekki kötturinn Njáll).

Lagið er nú fáanlegt á iTunes í Bretlandi, en verður gefið út á smáskífu í Bretlandi eftir helgi. Vill einhver veðja gegn því að það toppi vinsældarlistann þar í landi? (Það er búið að seljast í 15 þúsund eintökum á 2 klukkustundum þegar þetta er ritað.) Hlustið á útvarpið, það verður á bylgjunum hér á landi fyrr en síðar. Þetta verður eflaust líka komið í youtube innan skamms. Þetta er bara svo frábært lag.



Eins og Andy sagði - Don´t like it